Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Síða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Síða 52
60 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ2006 Helgin PV Fékk fótboltaáhugann með móðurmjólkinni Fyrirliði íslenska landsliðsins Eiður Smári Guðjohnsen er án efa á meðal þekktustu íslendinga. Eiður Smári hefur slegið í gegn i enska boltanum og hefur nú landað glæsilegum samningi við eitt frægasta félagslið heims. Eiður Smári hefur ekki látið velgengnina stíga sér til höfuðs og er vel niðri á jörðinni. Hann hefur orðið fyrir barðinu á kjaftasögum og meiðslum en alltaf staðið uppréttur. Stendur við bakið á sfnum manni Ragnhildur Sveinsdúttir unnusta Eiðs og einn sona þeirra taka hér við viður- kenningu fyrir hans hönd. Pantaði einkaþotu fyrir Sveppa Á þessum tíma kynntíst hann besta vini sínum, Sverri Þór Sverris- syni fjölmiðlamanni, betur þekktum sem Sveppa í Strákunum. Eiður hefur reglulega birst í sjónvarpsþættí vinar síns og dylst engum að mikil vinátta er þeirra í millum. Eiður Smári hefur meira að segja gefið í skyn að Sveppa fylgi mikil gæfa og einn daginn birtust fréttir um að hann hefði pantaði eitt stykki einkaþotu handa Sveppa og fjölskyldu hans svo vinurinn gætí fylgst með viðureign Chelsea gegn Liverpool á Anfield Road í þeirri von að lukkudísimar kæmu með í farteskinu. Gekk í kaþólskan nunnuskóla N ámið lá alltaf vel fyrir Eiði en hann gekk í kaþólskan skóla í Belgíu sem rekinn var af ströngum nunnum. Þar gekk honum vel og lærði að tileinka sér þann aga sem nauðsynlegur er til að ná langt í íþróttum. Þrátt fyrir augljósa knattspymuhæfi- leika Eiðs sem bams ákváðu foreldrar hans að leyfa hon- um að spila með litlum liðum í stað þess að koma hon- um að hjá stóm lið- unum. Engin sér- stök stefna var sett á atvinnumennsku segem í Bmssel þar sem hann byrjaði í bamaskóla og lærði flæmsku. Þegar Eiður var 12 ára skildu foreldrar hans og Eiður fluttíst til íslands og fór í Snælandsskóla í Kópavogi. Eftir gagn- ff æðaskólann varð Menntaskólinn við Sund fyrir valinu en Eiður stoppaði stutt í MS þar sem draumurinn um at- vinnumennsku rættíst. Lifði og hrærðist í knattspyrnunni Snemma lá fyrir að Eiður hafði sér- staka hæfleika með boltann og sam- kvæmt þeim sem til hans þekkja var hann með boltann á tánum um leið og hann lærði að ganga. Vegna ferils föður sfns fékk hann góða innsýn inn í knattspyrnuheiminn sem hefur lík- lega komið honum vel enda margar hættumar sem leynast í kringum líf frægra knattspymustjama. Foreldrar hans lifðu og hrærðust í þessum heimi sem Eiður lifir nú í og Eiður fylgdi með enda eina bam foreldra sinna á þessum tíma. Sá tími veittí honum gott veganestí út í lffið þar sem hann lærði að umgangast full- orðið fólk og tíleinka sér mannasiði og kurteisi sem hann býr enn að í dag. í sumarfríum fór fjölskyldan reglulega til fslands þar sem Eiður æfði fótbolta með ÍR og síðar Val en aðeins 15 ára var hann kominn í hóp bestu knatt- spymumanna landsins. Eiður Smári Guðjohnsen er dáð- asti, ríkasti og líklega besti íþrótta- maður íslands. Eiður Smári fæddist þann 15. september árið 1978 í Reykjavík og verður því 28 ára í haust. Hann er sonur Arnórs Guðjohnsens og Ólafar Einarsdóttur. Eiður á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileik- ana þar sem faðir hans, Amór, var um tíma einn ástsælastí knattspymumað- ur landsins en hann starfar nú sem umboðsmaður sonar síns. Eiður Smári hefur verið mikið í fréttunum upp á síðkastíð enda búinn að ná lengra en nokkur annar íslenskur knattspymumaður með því að landa samningi við eitt frægasta og besta fé- lagslið heims, Barcelona. Þar mun hann spila við hlið margra frábærra knattspyrnumanna eins og brasilísku stjömunnar Ronaldinho sem er af - flestum talinn sá allra færastí í heimi. Draumurinn rættist Fimm vikna fluttíst Eiður Smári með foreldrum sínum til Belgíu þar sem faðir hans var atvinnumaður í fótbolta. Fjölskyldan bjó í Lokeren þar sem Eiður dvaldi til fimm ára aldurs. Þaðan lá leiðin til smáþorpsins Bms- (þróttamaður ársins Eiður var valinn iþróttamaður ársins 2004 og 2005 og varþarmeð fyrsti knattspyrnumaðurinn til að vera kosinn tvö ár í röð. en þar sem hæfileikamir og áhuginn vom sannarlega til staðar þróaðist líf hans á þann veginn. Hlédrægur og heldur sér á jörðinni Mamma Eiðs, Ólöf, er að vonum afar stolt af syninum. „Ég er ofsalega stolt af honum og ekki bara í fótbolt- anum heldur öllu. Mér finnst þetta al- veg stórkostlegt og ekki aðeins fyrir hann heldur líka fyrir ísland í heild sinni. Hann er líklega kominn lengra en nokkur annar íslenskur knatt- spyrnumaður hefur komist," segir Olöf og bætir við að Eiður hafi alltaf verið sérlega ljúfur í umgengni og skemmtilegur sonur sem h'tíð hafi far- ið fyrir. „Þegar sá gállinn er á honum getur hann verið hrókur alls fagnaðar en hann er í rauninni frekar hlédræg- ur og villl helst ekkert umstang í kring- um sig,“ segir mamma hans og heldur áfram: „Eiður er góður í sér, bæði við fjölskylduna og vini sína. Honum hef- ur tekist halda sér niðri á jörðinni þrátt fyrir velgengni enda lærði hann sem bam að það er ýmislegt sem get- ur gengið á í þessum heimi," segir Ólöf en bætir við að Ragnhildur unnusta hans eigi einnig hrós skilið. „Það nær enginn svona langt í þessum bransa nema eiga góða fjölskyldu og velgengnin er ekki síst henni að þakka. Það er gott að eiga góðan sam- starfsaðila og Ragnhildur og synimir em yndisleg." Eiður Smári var einkabam ffam eftir aldri þar til foreldrar hans skildu. Faðir hans eignaðist svo tvo syni og móðir hans dóttur. öll systkinin em á „Mér finnst þetta al- veg stórkostulegt og ekki aðeins fyrir hann heldur líka fyrir ísland í heild sinni." kafi í fótbolta og em að vonum stolt af stóra bróður þótt þau skilji líklega ekki alltaf umstangið í kringum hann því fyrir þeim er hann að sjálfsögðu fyrst og fremst stóri bróðir þeirra. Þriggja barna fjölskyldufaðir Eiður Smári kynntíst æskuástinni sinni, Ragnhildi Sveinsdóttur, í Snæ- landsskóla þegar þau vom enn í gagn- fræðaskóla. Ragnhildur hefur staðið eins og klettur við hlið manns síns frá upphafi og meðal annars tekið við verðlaunum fyrir hans hönd. Hún vill h'tíð tjá sig um mann sinn í fjölmiðlum en segir Eið ffábæran föður og fjöl- skyldumann. „Hann er alveg ffábær, það er bara eitt orð yfir hann," segir Ragnhildur um mann sinn en fjöl- skyldan hefur bæði átt aðsetur í Bret- landi og á íslandi. Unga parið er ekki gift en þau eiga saman þrjá syni. Sá elstí, Sveinn Aron, fæddist þann 12. maí 1998 en Andri Lucas fæddist þann 29. janúar 2002. Yngsta barnið þeirra, Daniel Tristan, kom svo í heiminn 1. mars á þessu ári. „Strákamir vita af þessu nú þegar og em að vonum spenntír yfir að vera að fá litla systur eða lítinn bróður," sagði Steinunn Pétursdóttir tengdamóðir Eiðs Smára þegar fréttimar um erfingjann bámst til fjölmiðla. Erfið meiðsl setja strik í reikninginn Ferill Eiðs hefur ekki alltaf verið dans á rósum og htlu munaði að illa færi þegar hann var aðeins 17 ára og slasaðist í leik unglingalandsliðsins gegn Eistlandi. Meiðslin tóku á Eið sem var frá vellinum í rúm tvö ár. Læknar í Hollandi töldu að ferill hans væri liklega á enda en Eiður og aðrir í fjölskyldu hans neimðu að trúa því. Sú þrjóska borgaði sig enda var Eiður fljótt mættur aftur á æfingar staðráð- inn í að jafria sig að fullu. í dag er hann á toppi ferils síns, hefur spilað með Bolton og ríkasta liði heims, Chelsea, þar sem hann landaði á sínum tí'ma risasamningi sem tryggði honum rúmar fimm milljónir á viku auk þess sem hann er fyrirliði íslenska landshð- ins. Góðhjartaður og skynsamur drengur Eggert Skúlason fréttamaður hefur starfað sem talsmaður Eiðs Smára undanfama mánuði. Eggert segist hafa kynnst mörgum stjömum í gegn- um starf sitt og að hann getí flokkað þær flestar í tvo hópa. „Annars vegar em þær sem em mjög uppteknar af því að vera stjömur og bera með sér ákveðinn hroka. Það er strákurinn al- veg laus við. Eiður Smári er vel niðri á jörðinni og ber virðingu fyrir öðm fólki. Hann er góðhjartaður og skyn- samur strákur," segir Eggert. Að- spurður segir hann Eið verða fyrir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.