Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Page 62

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Page 62
70 FÖSTUDAGUR16.JÚNÍ2006 Fréttir DV Siggi Bóa brjálast Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði eru enn að velta því fyrir sér hvað fór úrskeiðis í bæjarstjómarkosningum. Þeir gengu reyndar haltir til kosninga en Sparisjóðsmálið illræmda, þar sem nokkrir gegnheilir íhaldsmenn slógu eign sinni á stofh- fé sameignarstofhunarinnar, reyndist þungur baggi. Eitt at- vik í kosningabaráttunni gefur vísbendingar um að ágrein- ingur hafi verið víðar. Ungir sjálfstæðismenn gáfu út blaðið Blátt og bleikt. í [ *Wyi blaðshaus má sjá torkennileg nöfn. Blaðstjómina kUMEi skipa Margrét Valdimars., Nammi Night, Dagfinnur Oddsson og Matti Matt. Morðingjamir dreifa en ritstjóri er sagður Siggi Bóa. Þeir em margir Siggamir í Hafnarfirði: Epla, Chaplin, Borðtennisdómari og svo sá sem gegnir Sigga Bóa-nafninu - Sigurður Þorvarðarson sem situr í kosningaráði flokksins í Hafnarfirði. Siggi Bóa hafði minna en engan húmor fyrir þessu gríni, sagðist eiga einkarétt á þessu góða, merkilega Blátt og bleikt Frægir Hafnfirðingarvoru áberandl i kosningablaði ungra Sjálfstæðismanna. E'SITOGBLÍ og heiðvirða nafni: Hótaði lögfræðing- umogheimt- aði afsökun- - arbeiðni. Þá greip hann tvö þúsund eintök og varpaði í ruslið. Þurfti að kalla til Áma Mathiesen ráðherra til að lægja öldur. Fljótlega eftir að blaðið kom út fóm vinir Sigga að hringja í hann og spyrja eftir klámritstjóranum góðkunna en nú mun formleg afsökunarbeiðni til Sigga Bóa vera á leiðinni. Útgefandl: Stefnlr -1 rétta átt Ritstjórl: Slggi Bóa Blaðstjórn: Margrét Valdimara , ábyrgðarmaður Nammi Night, auglýsingastjóri Oagfinnur Oddsson, ritstjðrnarfulltrúi Dreiflngaretjóri: Morðingjarnir Ljóimyndlr: Mattí Maff Skipulagsmál: Erna Nlls PA&& MInn Ð* KÚREki T -hugleikur Furðufréttin Dúllerí „Hvað tekur svo við hjá þér?" spurði samúðarfullur fréttamaður Ríkissjónvarpsins fráfarandi um- hverfisráðherra, frú Sigríði önnu Þórðardóttur, síðastliðinn laugar- dag. Og svör Sigríðar önnu fá þann vafasama heiður að teljast furðu- fréttin að þessu sinni: „Jah, það er nú svo margt. Ég verð nú að vinna hérna í garðin- um hjá mér og gera ýmislegt sem ég hef látið sitja á hakanum bara heima hjá mér. Svoleiðis að það er nú það sem blasir við næst. Og sinna fjölskyldunni minni." Bíddu. Er það ekki rétt munað að'Sigríður Anna Þórðardóttir sé enn þingmaður þótt hún hafi vikið úr ríkisstjórninni? Svör prestmaddömunnar koma hinum skeptísku ékki á óvart. Sig- ríður Anna getur nú lagt meiri rækt en nokkru sinni við mann sinn, séra Jón Þorsteinsson frá Ljárskóg- um, prest á Mosfelli í Mosfellsdal. En þeir hfjóta að undrast sem lagt hafa trúnað á orð þingmanna i sem ávallt rísa reiðir upp þegar hin rausnarlegu sumar- og jólafrí sæta gagnrýni og segja þingmenn hafa ýmsum öðrum hnöppum að hneppa þótt ekki standi þing. Þeir hljóta nú að bölva hinu einfeldn- ingslega svari Sigríðar önnu sem hefur nú óvart varpað ljósi á mál- ið alli. Og rofið samstöðu þing- heims um að látaliggja í þagnar- gildi fríðindin seip innbyggð eru í þingmennskuna.össur Skarphéð- insson rauf reyndar vitandi vits hin helgu vé þegar hann upplýsti um mútuferðir ýmissa þingmanna til Tævan. Nú hefur Sigríður Anna upplýst hvað efst er á dagskrá Hamingjusöm prestshjón Sigríður Anna hefur nú upplýst alþjóð um aðþingmennskan er draumadjobb. Hún bjargaði þó kúluskítnum! Barperan var endursýnd Þjóð I ei kh ússtór i í salnum Söngleikurinn Barpera, sem var eitt af atriðunum á Menningarhá- tíð Grand Rokks fyrr í mánuðinum, reyndist svo vinsæll að hann var endurfluttur tvisvar. Og á seinni end- ursýninguna síðastliðinn sunnudag mætti Tinna Gunnlaugsdóttír Þjóð- leikhússtjóri til að kynna sér stykkið. Það var trésmiðurinn Jón Benjamín Einarsson sem samdi söngleikinn en hann var einnig höfundur leikritsins sem sýnt var á Grand Rokk í fyrra. í ár brá svo við að á fyrstu sýning- una og endursýning- una komust færri að en vildu. Var því ákveðið að hafa þriðju sýn- inguna. „Hugmynd- in að baki þessum verkum á Menn- ingarhátíðinni er einkum að virkja ^ fastakúnnahóp- inn á staðn- um til góðra hluta," seg- ir Jón Benja- mín Einars- son. „Þessi hugmynd er stórsnið- ug svo lengi sem við- komandi I kúnnar Jón Benjamín Einarsson Huijmyniim vumö vitkjn ftHUtkúniui stadanns. eru sett- ir í kunn- uglegar aðstæð- ur. Og eins og nafnið Barpera ber með sér gerist verkið á bar." Söguþráður- Tinna Gunnlaugs \ dóttir Leistveiá Hópurinn Hluti leikara og tonlistarmanna sem inn í Barperu er lauslega byggð- ur á Hreiðars sögu heimska úr íslendingasögunum og fjallar um mann sem kemur í fyrsta sinn á bar og reynir að verða fastakúnni þar á fyrsta degi. Tónlistin er samin af þeim Björgólfi Egilssyni og Magnúsi Einarssyni en leikstjórn var í hönd- um Guðjóns Sigvaldasonar. Aðspurður um hvort hann semji mikið af leikritum segir Jón Benja- mín svo ekki vera, nema fyrir menn- ingarhátíðir Grand Rokk. „Það eru í gangi hugmyndir um að efna tif jóla- sýningar á staðnum," segir Jón. „Mér líst nokkuð vel á það og fer að hugsa um textagerðina fyrir það stykki með haustinu. Annars er nóg að gera hjá 7 koma við sögu iBarperu. mér í trésmíðinni þessa dagana." Sem fyrr segir var Tinna Gunn- laugsdóttir Þjóðleikhússtjóri á seinni endursýningunni og hún segir Barp- eruna vera frábært framtak. „Þetta er skemmtileg sýning þar sem umhverfi og þátttakendur fallast í faðma á einstaklega sjálfshæð- inn og raunsannan máta," seg- ^ ir Tinna. „Tónlistín var auk þess áheyrileg og féll vel að yrkisefninu og ísmeygileg- um húmor textanna. Þetta var lifandi leikhús á sín- um eigin forsendum og svo sannarlega hressileg við- bót við flóru leiklistarinnar í höfuðborginni." Gamla myndin Fór í fótspor Jóns Páls Gamla myndin að þessu sinni er frá árinu 1983 og sýnir örn Árna- son leikara reyna fyrir sér í að draga bíl fyrir utan skemmtistaðinn Villta tryllta Villa. Örn segir að hann rámi aðeins í þetta atvik en man ekki glögglega hvert tilefnið var nákvæm- lega. „Á þessum tíma var kraftatröll- ið Jón Páll að draga trukka og ætli ég sé ekki að feta í fótspor hans og reyna fyrir mér í svona drætti," segir örn. örn man hins vegar vel eftir Villta tryllta Villa. „Þetta var ári eftir að ég útskrifaðist úr leiklistarskólan- um og Villti trylltí Villi var einn að- alstaðurinn, svona eins og NASA er í dag," segir öm. „Þarna er ég frískur og fitt en síðan hafa mörg vötn runn- ið til sjávar og nokkur kíló bæst við á kropp- inn. En það var alltaf gaman að koma á þenn- an stað enda margir góðir plötusnúðar á honum." OgÖrnman var bíll sem þáverandi eigandi stað- arins, Tómas Tómasson, flutti inn og vakti töluverða athygli á götum bæj- arins. Um hvort það hafi verið erfitt að draga tækið segir örn: „Nei þetta var eiginlega fisbíll ef svo má að orði komast." Örn dregur Örn Árnason dregur bll Tómasar Tómassonar fyrir utan Villta tryllta Villa. Á innfelldu myndinni er örn I dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.