Freyr - 01.09.1956, Qupperneq 3
Lll. ARGANGUR NR. 17-18
REYKJAVIK, SEPTEMBER 1956.
ÓLAFVR E. STEFÁNSSON:
HAUSTFÓÐRUN KÚNNA
(Útvarpserindi, nokkuð stytt).
Af helztu búfjártegundum vorum þurfa
kýrnar nákvæmasta og jafnasta hirðingu.
Hverri kú er ætlað að mjólka 10 til 11 mán-
uði ársins, og allan þann tíma þarf að forð-
ast snöggar breytingar í fóðrun og meðferð,
svo að ársafurðir hennar verði sem mestar.
Og í geldstöðutímanum, sem venjulegast er
4 til 8 vikur, þarf hirðingin einnig að vera
misfellulaus. Kýrin er þá að búa sig undir
að mjólka næsta ár, og það þarf að fóðra
hana af nákvæmni til að tryggja sem bezt
hreysti hennar um og eftir burðinn og gera
henni kleift að mjólka eins mikið og hún
hefur eðli til.
Aðstæður hér á landi eru þannig, að erf-
itt er að ýmsu leyti að halda þessu jafn-
vægi í fóðrun og hirðingu. Veldur því ekki
eingöngu hin óblíða og umhleypingasama
veðrátta bæði vetur og sumar, heldur jafn-
framt hinn mikli munur á fóðrinu sjálfu
eftir árstíðum og fábreytni fóðurtegund-
anna. í þessu tilliti er haustið erfiðasta
árstíðin, enda eykur það á vandkvæðin, að
þá gerist tíð oft köld og rysjótt.
Það er augljóst mál, að kýr í hárri nyt
þurfa mikið af næringarríku og auðmelt-
anlegu fóðri, eigi þær hvorki að geldast né
leggja af. Þetta fóður fá þær, þar sem þeim
er beitt á ræktað land að sumrinu og þess
gætt, að láta grasið aldrei spretta úr sér.
Mörg hinna óræktuðu grasa í beitilöndum
hafa eflaust mikið næringargildi, meðan
þau eru í örustum vexti, en vaxtartími
þeirra er stuttur, þau fella fljótt fræ og
tréna, svo að meltanleiki þeirra minnkar
mikið.
Margir bændur beita nú kúm sínum á
ræktað land allan beitartímann og geta því
að öðru jöfnu haldið þeim í mun hærri nyt
en þeir, sem beita á óræktað land. Aðrir
aftur á móti láta sér nægja að beita kún-
um á hána að haustlagi, en jafnvel hún
fer þá mjög að tapa næringargildi. Til þess
því að halda nytinni í hámjólka kúnum,