Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1956, Qupperneq 7

Freyr - 01.09.1956, Qupperneq 7
FREYR 263 Tafla II. Áhrif misstórra skammta af gonadotrop hormón í hryssuserum á frjósemi áa. Tala áa Tala lamba Flokkur 'cS H ^ Ein- lembdar Tvi- lembdar - . Þrí- lembdar Fjór- lembdar Fimm- lembdar Fædd alls Heimt að hausti 2 ^ W ú U* Cu a 1 iá so ú í CL| A (500 ein.) 20 8 10 1 0 1 36 30 1.80 1.50 B (250 ein.) 20 18 2 0 0 0 22 22 1.10 1.10 C samanburðarær 20 17 3 0 0 0 23 23 1.15 1.15 ganga nærri ánum að ganga með þremur og f jórum lömbum, því að þær vógu sjálfar 5.2 kg meira til jafnaðar haustið 1955 en haustið 1954, og var þó ein þeirra algeld það ár. Allt bendir til þess, að mikill á- vinningur geti orðið að því fyrir bændur. sem fóðra tii hámarksafurða, en eiga ekki nógu frjósaman fjárstofn, að nota 500 ein- ingar af gonadotrop hormón í fullþrosk- aðar ær, sem sjaldan eða aldrei hafa átt tvö lömb. Samt þarf að gera meiri tilraun- ir með notkun þessara hormóna en hing- að til hafa verið gerðar, áður en rétt er fyrir bændur að reyna að notfæra sér þá aimennt. Þessum tilraunum var haldið áfram á Hesti vet- urinn 1955—’56. einnig að Hólum í Hjaltadal og hjá nokkrum einstaklingum. Þeg'ir niðurstöður af þeim tilraunum liggia fyrir, verður e. t. v. hægt að kveða á um, hvort ráðlegt sé að nota hormóna þessa sem þátt í búskap fjár- bænda. Þótt fátt sé mikil- vægara fyrir bændur, sem fylgja hámarksafurða- stefnunni í sauðfjárrækt, en að geta tryggt mikla frjósemi ánna, þá er mun æskilegra, að því marki verði náð með því að rækta upp frjósaman fjárstofn heldur en með notkun lyfja. En það tekur alllang- an tíma að rækta upp frjó- semi í stofni, sem er ófriósamur, og hætt við bví, að sé framkvæmt einhliða úrval með tilliti til fri ósemi, þá verði það gert á kostnað annarra verðmætra eiginleika. Getur því verið heppilegra að nota hormóna til þess að tryggja sér sæmilega frjósemi í framkvæmd, á meðan unnið er að því á eðlilegan hátt að rækta upp frjósemi stofnsins. Fengieldi kostar aukna fóðureyðslu, sem sparast, séu hormónar notaðir. (Sjá um eldistilraunir hér á eftir). Getur verið hagkvæmt að eiga það fóður, sem nota , s*-f Tm2aL#.MKEammmaamm mm mm Dúfa nr. 20 á Hesti með dœtur sínar haustið 1955. Ærin vó þá 80 kg, en lömbin samanlagt 144,5 kg. Ærin er frá Höllustöðwm i Reykhólasveit, af Gottorpsstofni.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.