Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1956, Page 16

Freyr - 01.09.1956, Page 16
272 FREYR I NYSKOGUM Þjóövegurinn liggur um víðlend skóga- svæði.Hér voru skógarnir þó enn víðfeðmari fyrir mörgum öldum, þegar hetjan Hrói Höttur fór hér um með boga og örvar og skelfdi höfðingja, en veitti smælingjum fulltingi. Síðan þetta gerðist hafa bændur aukið slægjulönd og akra á kostnað skóg- anna. Það er logn þennan morgun, er bíllinn brunar eftir þjóðveginum og flytur mig til suðausturs. Landið er á alla vegu hulið móðu, — blámóða sveipar umhverfi allt, svo að hvergi eru skörp skil himins og hauðurs. Jafnvel í nokkurra metra fjar- lægð er skógarröndin sveipuð sefju. Svona er það alltaf þegar lognmolla leggst yfir sveitir, þar sem skammt er til sjávar og þar sem landið er aðeins fáa metra yfir sjávar- máli. Og svona er það líka hérna í Suður- Englandi þennan sólbjarta sumardag laust eftir sólstöðurnar. Logn og hiti — mollu- veður. Við vorum nógu snemma á ferð í morgun til þess að heyra raddir þúsund smáfugla — nei þúsunda fugla — sem vegsömuðu lífið og veðrið, tilveruna alla. Hljómurinn barst úr kiarri og rjóðri, frá grein og tjörn og allar raddir blönduðust í einn klið. Var það ekki von, að Hrói Höttur væri töfraður af tilverunni í þessu umhverfi, úr því að hann á annað borð var gerður útlagi? Jú víst var það von, og það var eðlilegt, að kapparnir, sem til hans drifu úr öllum átt- um, væru heillaðir af umhverfinu þegar svona viðraði í þessum skógum. Hér var létt til fanga, því að þá flugu hér þúsundir villtra fugla eins og nú, þá voru dýrin á ferli og þau voru stórt mark fyrir jafn varkvissar örvar eins og þær, sem þutu af bogum Hróa, Litla Jóns og annarra kappa í þá daga. Við getum hugsað okkur hvernig þessar hetjur hafa lifað frjálsu skógarlífi eins og fuglarnir og dýrin, á þessum tíma árs. Og þó — þó vofði aldrei yfir þeim aðsúgur byggðaliðs eins og á þessum tíma ársins. Það var um þetta leyti, sem flestir kaupa- héðnar voru í förum og þá þurfti að vernda fyrir ágangi stigamanna. En Hrói Höttur og menn hans sáu ráð A lygnum sumarmorgni er landic

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.