Freyr - 15.02.1966, Síða 5
FREYR
79
FREYR
BÚNAÐARBLAD
Nr. 4 — febrúar 1966
62. órgangur
Útgefendur:
BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS
STÉTTARSAMBAND BÆNDA
Úfgófustjórn:
EINAR ÓLAFSSON
HALLDÓR PÁLSSON
PÁLMI EINARSSON
Rifstjórn:
AGNAR GUÐNASON
GÍSLI KRISTJÁNSSON
(ábyrgðarmaður)
Heimilisfang:
PÓSTHÓLF 390, REYKJAVÍK
BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍK
Prentsmiðja Jóns Helgasonar
Reykjavík — Sími 38740
Ritstjórn, innheimta, afgreiðsla og
auglýsingar:
Bœndahöllinni, Reykjavík — Sími 19200
EFNI:
Landgrœðsla
Brautryðjendur
Fóðurvagnar
Hvar erum við staddir?
Um útflutning hrossa
Um ormaveiki
Fé rúið á vetri
Búvélainnflytjendur heimsóttir
Frá Hollandi
Árferði 1965
Molar
Landgræðsla
Sextíu ár eru nú síðan fyrst var hafizt handa fyrir alvöru
í því að stemma stigu fyrir örfoki og eyðileggingu gróins
lands. Það var þegar Gunnlaugur heitinn Kristmundsson
var sendur til þess að lœra annarra aðferðir í þeim efnum
og hann kom heim aftur, fullur áhuga fyrir hlutverkinu.
En hann mætti litlum skilningi, jafnvel andúð sumstaðar
og fjármunir til landgræðslu voru þá sára tákmarkaðir.
Þetta var að vísu í þá daga kölluð sandgræðsla og satt
var það, að starfið var miðað við það fyrst og fremst, að
uppblástur lo.nds væri heftur og sandfok stöðvað.
Um allar aldir frá íslands fyrstu byggð, og sjálfsagt áð-
ur einnig en einkum síðan, hefur land verið að gróa og
blása á víxl. Og þetta hefur gerzt allt til þessa. Allir vita og
viðurkenna, að móbergssvæðum er hættast en einnig er
uppblásturshætta allsstaðar þar, sem land ofþorrnar og
einkum þar sem snjór hlífir landi lítt eða ekki á vetrum.
Þarf ekki lengra að leita að landbroti og örfoki en rétt út
fyrir dyr höfuðborgarinnar. Á hæðunum meðfram þjóð-
vegi geta allir litið þykkar torfur standa á holtum og mel-
um, eins og eyjar úr sæ, til hægri og vinstri, eftir að komið
er inn fyrir Elliðaár og úr lofti má líta slíkar eyjar hér og
þar um melana, allt er burt blásið nema þessar leifar, sem
standa eins og minnisvarðar horfinnar gróðurtorfu.
Svona saga hefur gerzt og gerist víða um land. En nátt-
úran sjálf tekur í taumana við og við — tekur til að klœða
landið á ný.
Með nýjum landgræðslulögum frá síðasta ári er spor
markað til þess að hjálpa náttúrunni i þessu hlutverki
miklu meira en verið hefur, enda ekki ástæðulaust. Þau
eru víð löndin, sem þörf er að græða upp, og aðstoða ber
náttúruöflin í því hlutverki. Starfsmenn og fjármagn að
vinna með er nauðsynlegt, og þegar kappkostað verður
að auka starfsemi á þessu sviði er von á miklum árangri.
Og árangur fæst, það er víst. — Sjáum bara árangur Sand-
grœðslunnar í Gunnarsholti og uppi í Hekluhraununum
gömlu. Þar er eyðimörk orðin akurlendi, í bókstaflegum
skilningi. Þau eru mörg foldarsárin, sem græða ber og
vonandi er framundan sá tími er Hannes Hafstein spáði
í aldamótakvœði sínu:
„Sú kemur tíð er sárin foldar gróa.“
Styðjum öll að því að þau grói sem örast.
G.