Freyr - 15.02.1966, Qupperneq 7
FREYR
81
'
- - -
-
Kjörseyri í Bcejarhreppi, Strandasýslu
við sömdum uppkast að lögum félagsins. —
En við sáum fram á það að félagið gæti ekki
staðið undir verulegu tjóni fyrstu 5 árin,
og var helzt rætt um að safna í sjóð. Við á-
kváðum þá að athuga möguleika á endur-
tryggingu hjá einhverju tryggingarfélagi,
leituðum til Brunabótafélagsins og fengum
síðan tilboð frá því um endurtryggingu,
allt að 75%.
— Hvernig var þetta mál hugsað í upp-
hafi, alhliða búfjártrygging eða eitthvað
slíkt?
— Nei. Það var aldrei hugsað öðruvísi
en framkvæmt var, en það er að tryggja að-
eins ærnar, gegn lambaláti. Það var ekki
reiknað með, að félagið treysti sér til að
hafa þetta víðtækara.
— Hafa þá verið mikil brögð af lamba-
láti í sveitinni?
— Nei, það get ég ekki sagt. Síðan ég
komst til vits og ára veit ég ekki nema tvö
dæmi um alvarlegt lambalát. — Annað
skiptið var það þannig, að bóndi, sem átti
tæpar 200 ær, hafði ekki fleiri en 12 með
lömbum um vorið, en hitt skiptið var það
hjá bónda, sem átti öllu fleiri ær, eitthvað
á þriðja hundrað, en þar af voru aðeins
eitthvað um 50 með lömbum um vorið. En
það hefur komið fyrir að 20—30 ær á bæ
hafa látið lömbum.
— Hvenær hélduð þið svo stofnfund?
— Það var 25. febrúar 1965. Þessi fundur
var mjög vel sóttur, sem sýndi það ,að menn
höfðu áhuga fyrir málinu.
— Voru ekki skiptar skoðanir á fundin-
um?
—• Jú, menn voru ekki á eitt sáttir með
endurtrygginguna, því sumum þótti slæmt
að þurfa að greiða mikinn hluta iðgjaldanna
út úr sveitinni. Mín skoðun var sú, að þarna
værum við fyrst og fremst að tryggja okk-
ur gegn verulegum skakkaföllum í búskapn
um, en ekki til að safna fé í sjóð.
— Hvað er endurtryggingin há?