Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1966, Síða 30

Freyr - 15.02.1966, Síða 30
104 FREYR M0iAr Charolais nefnist nautpeningskyn eitt, sem er all algengt í Frakklandi og hefur verið flutt til ýmissa landa síðustu árin, aðallega til kynblendingsframleiðslu, en blöndun þess með öðrum kynjum gefur jafnan góða raun. Englendingar fluttu m.a. inn 219 dýr af þessu kyni í haust en settu þau í sóttkví í Plymouth, á suður- strönd Englands, til þess að forðast innflutta kvilla, ef einhverjir vaeru. Nú hefur það sýnt sig, að allmörg af dýrum þess- um höfðu lifrarkvilla, sem nefnist LEPTOSPIROSIS og varð að slátra og brenna 34 skepnum af hópnum og varðveizla dýranna í sóttkvínni framlengd um óákveðinn tíma. Lifrarkvillar hafa áður verið í búfé í Englandi en þessi ekki. Enskir kynbótafrömuðir keyptu umrædda 219 CHAROLAIS-grpi fyrir um 12% milljón íslenzkra króna, en óvíst er enn hve margir þeirra komast á fyrirhugaðan leiðarenda, til kaupendanna. Að sjálfsögðu eru skepnurnar tryggðar, hér er um tjón að ræða, sem hefði þó orðið margfalt ef sótt- vamirnar hefðu ekki verið góður þröskuldur á leið- inni. Gömlu skákaskiptin greinin í síðasta hefti FREYS er fyrir okkur íslend- inga eftirtektarverð fyrir það, að hún segir frá einu hinna stærstu vandamála, sem steðja að erlendum bændum í ýmsum löndum nú á tímum, vandamáli, sem við höfum aldrei haft við að etja. Að þessu leyti er þá gott að vera bóndi hér, laus við annmarka og vanda af þessu tagi. í texta við myndina á síðu 55 stendur, að hver bóndi fái nú samfellt land. Þetta skyldi vera ,,sam- felldara land“ svo sem ráðið verður af töflum þeim, er greininni fylgja. „Smjörfjallið" hefur verið umræðuefni meðal manna um undan- farnar vikur og mánuði og er þá átt við þær birgðir smjörs, sem safnazt hafa hér að undanförnu. En þetta með smjörbirgðir, sem ekki virðist markaður fyrir í bili, er ekkert sérstakt fyrir íslendinga. Svíar hafa gert ráðstafanir um mikla verðlækkun á smjör- fjalli sínu og selja það á innanlandsmarkaði. Um gjörvalla Vestur-Evrópu hefur mjólkurframleiðsla — Ég er að fara að borga hundaskattinn. — Hundaskattinn ? — Þú, sem hefur eng- an hund. — Nú, þarf maður þess? verið meiri síðastliðið ár en nokkru sinni og þess- vegna m. a. hafa smjörbirgðir safnazt. I Belgíu var aukningin mest — 10% og írlandi næst með 9%, önnur lönd með minna, en allsstaðar vöxtur. Og þegar allir framleiða meira en nemur eftirspurninni þá segir viðskiptalögmálið, að aímað- hvort seljist varan ekki eða að verð hennar lækki. Hvort tveggja mun nú vera staðreynd. DIESELRAFSTÖÐVAR í hverri sveit á Islandi. ÞÆR ERU ÓDÝRAR SPARNEYTNAR ÖRUGGAR í NOTKUN AUÐVELDAR í MEÐFERÐ Varahlutir óvallt fyrirliggjandi FLJÓT AFGREIÐSLA S. STEFÁNSSON & CO. HF. GarSastrœti 6 — Reykjavik — Sími 1 55 79

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.