Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1972, Blaðsíða 5

Freyr - 15.05.1972, Blaðsíða 5
FREYR BÚNAÐARBLAÐ Nr. 9-10 — Maí 1972 68. órgangur Útgefendur: BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS STÉTTARSAMBAND BÆNDA Útgáfustiórn: EINAR ÓLAFSSON HALLDÓR PÁLSSON PÁLMI EINARSSON Ritstjórn: GÍSLI KRISTJÁNSSON (ábyrgðarmaður) ÓLI VALUR HANSSON Heimillsfang: PÓSTHÓLF 7080, REYKJAVÍK BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍK Askriftarverð kr. 350 árgangurinn Rifstjórn, innheimta, afgreiSsla og auglýtingar: Bœndahöllinni, Reykjavík — SímÍ 19200 PrentsmiSja Jóns Helgasonar Reykjavík — Sími 38740 EFNI: Velferðarmál Búnaðarþing 1972 Á Reyðará í Lóni Ný efni til gróðurhúsabygginga Olíumöl Bœkur Graskrampi Áburðarverð Sauðnaut á Grœnlandi Orðsending Alvarlegur kartöflusjúkdómur Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins Loftrœsting peningshúsa Fituneyzlu-rannsóknir Útlönd Áburðarverð Norsk Hydro Molar Velferðarmál Fáum mun dyljast sem um sveitir landsins ferðast, að þar hefur ótrúlega miklu verð áorkað á sviði rœktunar og bygginga á undanförnum áratugum. Hvarvetna blasa við reisulega byggð býli umvafin umfangsmikilli ræktun. Við þessa framtakssemi og atorku íslenzkra bænda, stingur samt nokkuð í stúf, hversu víða virðist ríkja andvaraleysi, já jafnvel fullkominn trassaskapur, um það að laga og fegra umhverfis hibýli og önnur mann- virki. Það mál er samt ekki síður aðkallandi að leysa en önnur verkefni, þótt skiljanlega sé það vart látið sitja í fyrirrúmi fyrir meiriháttar nauðsynjaframkvæmdum. í inngangi að bókinni „Björkum“ sem garðyrkjufröm- uðurinn Einar Helgason skrifaði á sínum tíma, kemst Einar m. a. svo að orði: „Þau eru mörg velferðarmál þjóðanna, og ekki síður vor íslendinga en annara, en eitt af þeim er þó í rauninni yfirgripsmest og þýðingarmest, og það er þetta; að gera heimilin að ánægjulegum, vist- legum og friðsælum griðastað fyrir heimilisfólkið“, og á öðrum stað segir Einar: „Skilyrðin fyrir þessu verður að leita hjá mönnunum sjálfum. Verður þá góður vilji þyngstur á metum meðal þeirra, en œskilegt er að honum geti verið samfara reglusemi og hirðusemi, þekking, þrifnaður og smekkvísi“. Þar eð vor og sumar eru í aðsigi, er ekki úr vegi að vekja athygli bænda á þessum orðum og á mikilvœgi þessa umhverfismáls. Það þarf ekki síður að taka það til meðferðar en önnur umhverfisvandamál sem eru ofar- lega á baugi. Þrátt fyrir mikið annríki í búskap, er þess að vænta, að sem flestir Ijái þessu menningar- og velferðarmáli áheyrn og hefjist handa um framkvæmdir, er miða að því að gera umhverfi heimilanna, og þar með íslenzkan búskap, sem blómlegastan i orðsins fyllstu merkingu. að gera myndarlegt átak í ræktunar- og fegrunarmálum býla sinna fyrir þann tíma? Vart væri hægt að hugsa sér öllu veglegri minnisvarða í þessu tilefni. Ó. V. H. F R E Y R 197

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.