Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1972, Blaðsíða 21

Freyr - 15.05.1972, Blaðsíða 21
OLÍUMÖL Er það nokkuð sem getur fágað umhverfi sveitabœja? Frá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðar- ins kom út fjölritaður bæklingur á síðasta hausti, sem stutt og laggott heitir OLÍUMÖL Fjallar hann um hið nýja efni, sem nú er farið að nota — einnig hér á íslandi — til þess að gera akvegi betri og varanlegri en almennir vegir hafa reynzt hér til þessa. Umrætt fjölrit gerir grein fyrir sögu þessa byggingarefnis, sem er tiltölulega nýtt, einkum hér á landi, svo nýtt, að fjöldi manns hefur ekki ferðast um þá vegi, sem efni þetta er haft að slitlagi. Olíumöl hefur fyrst og fremst verið not- uð til gatnagerðar í þorpum og allra síð- ustu árin einnig á þjóðvegum. Segir þar, að fyrst hafi verið gerð tilraun með efni þetta í Svíþjóð um 1930, en þær tilraunir mistókust. ,Það er ekki fyrr en eftir 1950 að aðferðir þekktust viðunanlegar svo að tiltækilegt þætti að nota olíumöl á vegi og eftir 1960 hefur hún virkilega orðið vinsæl. Á íslandi var hún fyrst reynd árið 1959 og 1965 hóf- ust fyrstu tilraunir til vegagerðar hér fyrir alvöru með olíumöl. Talið er að hún reyn- ist mæta vel á fáförnum götum og þar sem lítil umferð er af þungum ökutækjum. Umrædd skýrsla gerir glögga grein fyrir hvernig undirbúa þarf, þar sem leggja skal olíumöl sem slitlag og svo hvernig efni það þarf að vera, sem notað er til íblönd- unar ásamt olíu af vissum gerðum, svo að blandan verði eins og bezt er nú vitað og reynist varanleg. Skal ekki hér rætt frekar um þær forskriftir, þær eru ætlaðar þeim, sem hyggja að gera umferðasvæði hrein- legt og varanlegt og greitt umferðar og svo hinum, sem vinna að lagningu olíu- malar á vegi, götur eða önnur umferða- svæði þar sem ekki þykir ástæða til að nota enn sterkari slitefni. H« ❖ ❖ Þeir, sem fara um götur og vegi sem slit- lagið er olíumöl, geta athugað hvernig það reynist er til lengdar lætur. Því tekur FREYR þetta efni til meðferðar hér, að víst getur vaknað hjá ýmsum spurningin um hvort hér muni nokkuð, sem viðeigandi þyki að taka í notkun til að gera umhverfi sveitabæjanna hreinlegra og þriflegra en verið hefur. Öll vitum við og munum hvernig hlaðið er á vorin og í úrkomum sumarsins. Öll getum við verið sammála um, að viðeigandi er að gera umhverfi hússins þrifalegt. Spurningin er þá: Kemur olímöl til greina í þessu sambandi? Ýmsir hafa lagt talsverða fjármuni í að steypa stéttir við húsin sín. Það eru dýrar fram- kvæmdir en þær eiga ekki bara að vera mjó ræma meðfram vegg við aðaldyr. Hlaðið var í gamla daga hið troðna svæði meðfram allri burstaröðinni Burstirnar sneru langoftast allar að hlaðinu. Þá voru stundum margir hestar staddir þar og far- angur búinn á klakka eða tekinn ofan. Þótt hrossahópar og klyfjar fortíðarinnar séu nú söguleg fyrirbæri þá eru ökutæki nútímans einnig nokkuð kröfuhörð um flatarrými. Þar við bætist svo, að troðningar myndast enn frekar en áður, þegar hjól þungra vagna fara þar um og er nauðsynlegt að sköpuð sé undirstaða, sem þolir þunga hjól- anna án þess að hjólför myndist og móti yfirborðið. Að vissu marki er ef til vill hægt að helluleggja svona svæði, nota til þess venjulegar gangstéttahellur, en þá verður undirlagið að vera ákaflega jafnt og jafn- þéttað, en samt er hætta á að þær sporð- reisist þegar vagnhjól fara um, ef þær þá brotna ekki. Önnur aðferð er því líklegri til þess að F R E Y R 213

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.