Freyr - 15.05.1972, Blaðsíða 11
þar hljóti friðsæld og ró að vera skipað til
öndvegis, að veðrahamur geysist þar fram
hjá án verulegra truflana og nánasta um-
hverfi bæjarhúsa sannar raunar að svo
mun vera. Skyndiheimsókn vegfaranda
innan dyra hvíslar einnig að honum, að
hér sé friðsæld 1 heiðri höfð og hlýlegt
umhverfi og vinsamlegt viðmót heimilis-
fólksins styrkir það álit. Og ekki þarf
nema skyndiheimsókn til að sannfærast
um, að svipmót það, sem húsmóðirin hefur
mótað innan veggja tjáir ótvírætt, að hér
er heimilismenning í heiðri höfð og skal
ekki rekja þann vef lengri, aðrir kunnugri
geta vafalaust styrkt það álit með sönn-
unargögnum. Ég er hingað kominn til þess
að líta á almennan búskap á 'Reyðará í
sjón og raun og því hlýtur Þorsteinn bóndi
að leysa úr spurningum ium það, sem er
utan sjónvíddar.
Rœktun á söndunum
Við ökum út á mörkina, fyrrverandi eyði-
mörk í orðsins fyllsta skilningi. Hvort
nokkurn tíma hefur hér verið „mörk“, í
upprunalegri merkingu þess orðs, skal lát-
ið ósagt, en hafi svo verið er langt síðan.
Hitt er víst, að stutt er síðan þar var eyði-
mörk því þetta svæði milli Karlsár og
Reyðarár var ekki annað en áreyrar til
ársins 1960. Á gróðurvana eyrum hóf Þor-
steinn bóndi ræktun þessa víðlendis árið
1961.
— Hér hefur verið lítið tún fyrrum,
segi ég við Þorstein.
— Já, túnið hérna á Reyðará fóðraði
fyrrum aðeins eina kú og eiginlega hefur
kúabúskapur hér aldrei verið miðaður við
meira en að fullnægja þörfum heimilisins
fyrir mjólk, því að hér voru lakleg skilyrði
til að nytja nautpening, haglendi voru ekki
tiil þess kjörin að beita kúm á þau. Þó að
gróðursælt sé meðfram Lóninu var það
aðalslægjulandið og þangað er að sækja
um 2—3 kílómetra að heiman. Þannig far-
ast Þorsteini bónda orð um búfjárhald og
skilyrði jarðarinnar, enda hefur alla tíð
aðallega verið búið hér með sauðfé.
Við stöndum úti á fyrrverandi áreyrum
þar sem lafgirt hefur verið 60 ha svæði og
af því er algróið 20 ha, sem gefið hefur
ágæta eftirtekju í sumar og endurvöxtur er
til góðrar haustbeitar.
— Þessum fornu húháttum hefur þú ekki
breytt enn, en hér virðist viðhorf annars
til að móta ný, segi ég spyrjandi.
— Ennþá hef ég ekki breytt til. Það var
árið 1961 sem ég byrjaði sandræktina, þá
fyrst með ræktun grænfóðurs og svo korn
í tvö ár; síðan sáði ég grasfræi, vallarfox-
grasi og túnvingli, í þessa 20 ha árin 1964
og 1966. Landið þarf að vera vel varið og
innan girðingarinnar hef ég tekið fyrir
nýjar spildur svo að samtals eru þetta nú
orðnir 40 ha, sem búið er að breyta í
graslendi. Ein spildan er 8, önnur 7, sú
þriðja 5 ha, og svo þessir 20 ha. Ein spildan
er nær eingöngu notuð til beitar, hún er
hreinsuð með slætti án tillits til heyfengs
þar.
— Er svo þessi túnrækt örugg til eftirtekju
með grófar áreyrar sem undirstöðu?
— Það virðist vera svo, en það er nauð-
synlegt að bera á snemma að vorinu á
meðan nægur raki er 1 eyrinni. Því er þó
ekki að neita, að kals hefur gætt í verstu
kalárunum, en það er ekkert á móti því
sem hefur verið á framræstu og ræktuðu
landi. Halli er yfirleitt nægilegur svo að
vatn stendur ekki á því yfirleitt og hér
er tialsvert djúpt á vatnsþétta undirstöðu
svo iað vatn sígur ört niður. Og þegar raki
er hæfilegur framan af sumri þá vex grasið
ört, en auðvitað þarf að bera vel á. Ég
fékk góða eftirtekju í fyrra og seldi þá
hey. Eins og þú sérð er grasbreiðan orðin
samfelld, eða svo má það heita, en þetta
er 6—7 ára völlur og í sumar fékk ég
40—50 hestburði af hektara. Ég fæ nú orð-
ið nægilegt heymagn af sandræktarsvæð-
unum handa þeim bústofni, sem ég hef og
það er gott því að mýraheyskapur er lang-
sóttur og engjamar meðfram Lóninu eru
FtEYI
203