Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1972, Blaðsíða 16

Freyr - 15.05.1972, Blaðsíða 16
1. Mjúkt plast, einkum polyethylendúkur eða polyvinylklorid, hafa rutt sér afar miki til rúms við ýmsa ræktun, einkum í suðlægari löndum, þar sem þau þekja víða stór landflæmi. Það er ekki ætlunin að gera hér grein fyrir notagildi slíkra húsa á þessum vettvangi, en þau geta eigi að síður átt fullan rétt á sér til ýmissa nota hér á landi. 2. Harð'plast. Það má aftur flokka í þrjá flokka, sem eru mismunandi að verði og ýmsum ytri eiginleikum. Ó- dýrastar eru harðplastplötur úr polyvinyl- klorid ca 0,1 cm að þykkt. Þessar plötur eru oftst um 60 cm á breidd og um 6 m á lengd. Hér á landi ganga þess konar plötur oft undir nafninu japanskt plast, vegna þess, að megin hluti slíkra platna, sem hér hafa verið á markaði, hafa verið frá Japan. Þessar plötur eru ódýrar, kosta um 140— 150 kr. fermetrinn (4 mm gler kostar um 200 kr/mz) og eru léttar og þægilegar í meðförum. Ljóshæfni er góð eða svipuð og í gleri, og samkvæmt því sem enn liggur fyrir, virðist hún lítið minnka með vaxandi aldri. Hins vegar er sú reynsla, sem enn er fengin, ekki það löng, að þessu atriði sé svarað til fulls. Helztu gallar eru, að plöturnar eru nokkuð viðkvæmar fyrir verulegum höggum og þrýstingi. Gaphús vill myndast við samskeyti, ef þau eru ekki límd saman. Þéttivatnsmyndun er allajafna mjög mikil á innra borði. Þess vegna er það algild regla, og á raunar við í öllum plasthúsum, að þörf er á töluvert meiri loftun en í glerhúsum. Hins vegar eru fram komin efni, sem hindra dropa- myndun á hvers konar plasti. Má t. d. nefna efnið Sun Clear. Er þess að vænta að það muni enn eiga verulegan þátt í að breyta viðhorfum manna til þessara efna. Erlendis er nú nokkuð víða farið að fram- leiða verksmiðjubyggð hús í mismunandi breiddum, frá 5—8—12 m úr PVC-plötum, og mætti reikna með, að þau mundu kosta um 900—1000 kr. hingað komin, óuppsett. Polyester-plötur hafa nokkuð verið not- aðar til gróðurhúsabygginga hér á landi og hefur það farið heldur vaxandi á síðari árum. Nokkuð bar á því fyrr á árum, að ljóshæfni polyesterplatna færi mjög ört minnkandi og veðrun hefði jafnvel óheppi- leg áhrif á það. Nýrri efni eru laus við þessa galla og að auki er farið að binda þau með sérstakri húð, til að hindra veðr- un og niðurbrjótandi áhrif útfjólublárra geisla. Er svo komið, að nokkur fyrirtæki eru farin að framleiða polyesterplötur með 10 ára ábyrgð. Til styrktar polyesterplöt- um er venjulega blandað í þær glertrefj- um og í sumum nýrri gerðum er farið að tíðka að hafa nylonþræði með vissu milli- bili til frekari styrkingar. Sem dæmi um slíkar plötur má t. d. nefna Filonplötur frá Grillo Werke í V.-Þýzkalandi. Þær eru um 1,03 m á breidd og mest lengd 6 m. í yfir- fellingu fara 3 cm. Bylgjur eru fáar, þ. e. 25 cm á milli þeirra og hæð þeirra er 3 cm. Plötur eru léttar, hver fermetri vegur 1,9 kg, þannig, að kröfur til grindar undir slíkar plötur þurfa engan veginn að vera eins miklar og undir glerþekju. Framleið- andinn gefur þannig upp, að milli lang- banda megi vera allt að 1,40 m. Hæpið Þverskurður af FILON — harðplasti. 208 MEYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.