Freyr - 15.05.1972, Blaðsíða 33
RAFMAGNSEFTIRLIT RÍKISINS
ORÐSENDING
til rafverktaka, bœnda og annarra, sem hlut eiga að máli.
Undanfarin ár hafa verið alltíðir eldsvoðar á sveitabýlum og einnig í heyhlöðum í þéttbýli og
valdið stórtjóni. Rafmagnseftirlitið hefur reynt að grafast fyrir um orsakirnar í hverju tilviki
fyrir sig og hefur ýmislegt nýtt komið í ljós, sem nú skal frá greint.
Á bæ á Norðurlandi, var geymsla, sem í voru tvö Ijósker, fest á vegg og voru þau bæði
með hlífðarglerjum. Aðeins var pera í öðru ljóskerinu. Frágangur ljóskera var óaðfinnanlegur
til notkunar í geymslunni. Nú var geymsla þessi tekin undir hey og þá ber það við dag einn að
elds verður vart 1 klst. eftir að kveikt er á Ijóskerinu.
Auk skemmda á heyi urðu verulegar skemmdir á húsum, bæði af eldi og vatni. Sjónarvottar
telja ótvírætt að eldsupptök hafi verið við áðurnefndan lampa, út frá heyryki, sem fallið hafði
á lampann. Eftirlitsmaður raflagna á veitusvæðinu, telur all tíðar íkviknanir frá ljóskerum
jafnvel þótt þau séu með hlífðarglerjum t. d. handlömpum og þess háttar, af völdum heyryks,
sem á þá fellur.
Erlendar upplýsingar hafa staðfest að þetta er rétt og í erlendri tímaritsgrein í tímaritinu
„Der Elektromeister" er skýrt frá stórbruna á búgarði af þessum sökum. íkviknunin átti sér
stað frá fasttengdum 100W skipslampa, er festur var láréttur á timburbjálka, en milli bjálk-
ans og lampans var asbestplata. Tæpri klukkustund eftir að kveikt var á lampanum varð vart
eldbjarma frá honum, á gagnstæðum eldvarnarvegg. Þegar að var komið logaði heyryk ofan á
hlífðargleri Iampans og breiddist eldurinn út á svipstundu, og varð ekki við neitt ráðið. Raf-
Iögnin var aðeins 6 mánaða gömul og hafði verið skoðuð og fullnægði þá í öllu ströngustu
öryggiskröfum.
Hér er aðeins rætt um eldsvoða, sem orsakast hafa af hita frá ljóskerum og heyryki, án
þess að nokkuð hafi verið athugavert við raflagnirnar.
Þá vaknar sú spurning, hvað hægt sé að gera til þess að fækka eldsvoðum af þessum
sökum. Rafverktakinn og eigendur virkjanna ættu að leggja á minni eftirtalin atriði, sem öll
stuðla að því að draga úr hættunni.
1. Frekar skal notast við minni perur og fleiri Ijósker, þar sem yfirborðshiti hlífðarglers
um 100W peru er meiri en t. d. 60W peru.
2. Ljósker skulu þannig upp hengd og fest, að sem minnst ryk geti fallið á þau. Ákjósan-
legasta staðan er að þau hangi lóðrétt og vísi niður á við. Þess skal gætt að ljóskerin verði
ekki byrgð.
3. Æskilegt er að nota rofa með merkilampa (aðvörunarljósi) fyrir slík Ijósker eða þá
tengla með rofa og merkilampa, einkum þó ef rofinn er utan dyra þess rýmis, sem upp er Iýst.
RAFMAGNSEFTIRLIT RÍKISINS
20. janúar 1972
Jón Á. Bjarnason
F R E Y R
225