Freyr - 15.05.1972, Blaðsíða 13
Þorsteinn hefur sáð og gert gróinn völl þar sem fyrr var urS og aurar og eyðimörk.
Af því hafa fregnir borizt, að Þorsteinn á
Reyðará fái ánlega afurðir af fé sínu í
miklu stærra mæli en gengur og gerist og
jafnvel verið methafi á því sviði. Bið ég
hann því að gena grein fyrir hvaða aðferðir
hann viðhefur ef vera mætti öðrum til
fyrirmyndar við meðferð sauðfjár. Beini
ég því til Þorsteins nokkrum spurningum
og bið hann um svör við þeim. Fara spum-
ingar og svörin hér á eftir.
— Hvernig hagar þú fóðrun á fé þínu
framan af vetri?
— Ég hefi alltaf leitast við að koma í
veg fyrir aflagningu ánna að haustinu. Til
þess að það megi verða þarf að fara >að
hygla ánum á einhvem hátt um mánaða-
mótin október—nóvember. Stundum hefur
þeim verði gefinn fóðurbætir með beitinni
allan nóvember, en oftar þó komnar á al-
gerða innistöðu fyrir eða um miðjan þann
mánuð. Sá háttur veitir mjög mikla trygg-
ingu fyrir góðri frjósemi. Vetrarbeit er hér
ákaflega rýr og því hefur féð verið hér
nærri alveg á algerðri innifóðrun síðast-
liðin 10—15 ár. Ég gæti orðað það svo, að
hér væri vetrarheit fóðurþjófur.
— Notar þú þá kraftfóður með töðunni,
með heit eða um sauðburð?
— Kraftfóður er alltaf gefið um fengi-
tímann og á sauðburði. Notkun kraftfóðurs
yfir miðveturinn hefur farið eftir gæðum
heys og magni þess.
— Hve mikið fóður notar þú að meðal-
tali á vetrarfóðraða kind?
— Mín fóðurforskrift er sú, að í maí-
byrjun séu ærnar 10—12 kg þyngri en á
F R E Y R
205