Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1972, Blaðsíða 15

Freyr - 15.05.1972, Blaðsíða 15
AXEL MAGNÚSSON: Ný efni til gróðurhúsabygginga Á sviði gróðurhúsabygginga hafa orðið afar miklar breytingar á síðari árum hvað áhrærir byggingarstíl, stærð og efnisnotk- un. Hér er hugmyndin að skýra stuttlega frá nokkrum nýjungum á þessu sviði. Til skamms tíma var gler hið hefðbundna efni, sem notað var á yfirborð húsanna, en burð- argrind ýmist úr tré, járni og tré, eða járni eingöngu. Það verður ekki sagt að gler sé í sjálfu sér heppilegt byggingarefni, sökum ýmissa galla, svo sem brothættu, þyngdar og verulegs hitataps. Hins vegar er ljós- streymi um gler mikið og ljóstap óverulegt meðan glerið er nýtt og hreint. Óhreint gler missir mjög mikið í ljósnæmi og getur vel farið svo, að um helmingur ljóss tapist gegn um óhreint gler. Fram yfir 1950 var venja að nota hér á landi, og raunar víðar, 3 mm gler, og rúður voru yfirleitt ekki stærri en 50x50 eða 45x60 cm. Þessu gleri hættir mjög til að brotna í hvassviðrum, og er afleiðing þess, að nú má heita, að eingöngu sé notað a. m. k. 4 mm gler og rúðustærð ekki minni en 60x60 cm. Víða erlendis eru notaðar miklu stærri rúður til að tryggja sem bezta ljósnýtni og sem fæst samskeyti. Sem dæmi um slíkt má nefna 70x90 cm, 90x120 cm, 60x200 cm og 60x174 cm. Enda þótt þykkra og betra gler sé mjög veruleg trygging fyrir áföllum, hefur leit eftir nýjum og heppilegri efnum sett mikinn svip á þróunina hin síðari ár. Plastnotknn. Ber þar mest á plastefnum ýmis konar, en í fyrstu voru á þeim ýmsir gallar, sem hefur tekizt að verulegu leyti að komast fyrir. Er þar einkum um að ræða þrjá liði. Fyrst er þar að nefna hátt verð, en upp- haflega var verð gegnsærra plastefna mjög verulegt og hér á landi voru þau að auki í mjög háum tollflokki. í öðru lagi var ljósflæði mun minna en æskilegt var og fór ört minnkandi með aldri, og í þriðja lagi var plastið viðkvæmt fyrir veðrun og ytri áhrifum. Á þessum sviðum öllum hefur orðið mjög mikil breyting. Verð og tollar hafa hvort tveggja lækkað mjög mikið, gæði sífellt farið vax- andi, bæði hvað við kemur ljósstreymi og þoli gegn veðrun. Hefur þetta orðið til þess, að plastefni hafa mjög rutt sér til rúms í gróðurhúsabyggingu víða um heim. Er raunar rétt að flokka þau í a. m. k. þrjá til fjóra flokka eftir verði, ræktunartil- gangi, endingu og notagildi. F R E Y R 207

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.