Freyr - 15.05.1972, Blaðsíða 18
legum atriðum frábrugðin hefðbundnum
gróðurhúsum, eða eins og hér greinir: Hlið-
ar eru lóðréttar um 2,80 m á hæð, þak
bogadregið, sem er talið betra gagnvart
ljósstreymi. Stöðluð breidd er um 12,50 m
en lengd eftir þörfum. Þó er auðvitað alltaf
hagstæðast, að húsið nái vissri lágmarks-
lengd. Enginn steyptur grunnur er undir
húsunum, en steyptir stöplar undir stoðum
á hliðum og í göflum. Plastið er látið ganga
20—30 cm í jörð. Þess má geta, að umrætt
plast á að þola hitastig frá-^-40-\- 130°C.
Til þess að sýna hvernig þessi hús líta
út, fylgir hér uppdráttur af helztu atriðum
viðvíkjandi byggingunni. Verðlag þessara
húsa er nokkuð hátt, en þau eru verk-
smiðjuframleidd að öllu leyti. Fermetri í
50x12,50 m húsi er tjáður vera um 70 DM,
sem eflaust yrði 2500—2800 kr. hingað
komið. En í verði er allt innifalið, bygging,
loftaugu á þaki og hliðum ásamt mótorum
fyrir loftun, dyr o. s. frv. Undantekning er
þó hitun og frágangur á grunni. Ef aðeins
er tekin einföld þakloftun, lækkar verð
verulega og sömuleiðis ef loftun á hliðum
er sleppt. Ef verulegt magn húsa er pantað,
lækkar kostnaður verulega (ca. 43 DM á
m2). Járngrind er öll galvanhúðuð. Það er
athyglisvert, að nokkur þeirra gróðurhúsa,
sem byggð hafa verið úr plastplötum hér
á landi, hafa í verulegum atriðum það
byggingarlag, sem hér er greint frá. Til
eru verksmiðjubyggð hús, sem ætluð eru
fyrir harðplastplötur og eru allmiklu ó-
dýrari. Sem dæmi um slíkt má nefna Block
Europa frá Gabler Schorndorf í Þýzka-
landi, þar sem tilbúið hús með harðplast-
plötum og vandaðri grind og loftunarút-
búnaði á göflum kostar um 34 DM eða um
850 kr. eftir gengi. Sennilega þyrfti að bæta
við þá upphæð a. m. k. 50% til að fá vænt-
anlegt verð hér á landi. í verðinu er hvorki
frágangur á grunni né hitalögn.
Akrylplast.
Þess var áður getið að akrylplast væri sér-
staklega gott bæði hvað snerti ljóshæfni
og endingu. Gallinn á því hefur hingað til
verið sá, að það hefur verið afar dýrt og
erlent verð hefur verið um 6—700 kr. á
ferm. án tolla og flutningskostnaðar. Hefur
akrylplast þess vegna ekki komið til greina
sem byggingarefni í gróðurhús fram að
þessu. Nú hefur það skeð, að nokkur stór-
fyrirtæki á sviði plastframleiðslu hafa
lækkað verð á akrylplasti verulega. Er nú
svo komið, að enska efnasamsteypan I.C.I.
telur sig geta boðið tilbúin gróðurhús á
því sem næst hliðstæðu verði við gróður-
hús úr gleri. Þar sem ljóshæfni akrylplasts
er meiri og bogamyndað þak hleypir inn
hlutfallslega meira ljósi, er þess að
vænta, að slík hús gæfu meiri uppskeru,
en hve miklu mundi muna er að svo komnu
ekki hægt að segja um. Þó benda bæði
enskar og sænskar rannsóknir frá síðari
árum til, að hann muni vera nokkur. í
þessu efni er enn mörgu ósvarað, en efa-
laust er hér um að ræða marga ókannaða
möguleika.
Tvöfaldar akrylplötur.
Önnur gerð af akrylplasti kann að eiga
eftir að hafa verulega þýðingu, en það eru
plötur úr tvöföldu akrylplasti (plexigler).
Þessar plötur eru sem vænta má enn mjög
dýrar, en þar sem þær gætu hafa vissa
þýðingu, t. d. við byggingu húsa, þar sem
210
F R E Y R