Freyr - 15.05.1972, Blaðsíða 8
landið, en milliþinganefndin lagði til, að
bændaskóli verði starfandi í hverjum lands-
fjórðungi, sem nátengdastur almennu
skólakerfi. Þá var komið inn á verkaskipt-
ingu milli búnaðarskóla og að bændum og
bændaefnum verði gert kleift að afla sér
menntunar á námskeiðum. Lagt var til, að
skólanefndir verði starfandi til fulltingis
hverjum búnaðarskóla. í sambandi við
þessi mál var og komið inn á verkefni
tilraunastöðva landbúnaðarins, hlutskipti
þeirra og starfsháttu í þjónustu bænda og
búskapar.
* * *
Vegna þess, að ýmsum þykir sem hrein-
dýrastofninn á íslandi valdi ágangi á bú-
jörðum austan og suðaustan lands, var til
meðferðar það viðhorf hvort ekki mundi
rétt að aðrir aðiiljar, en til þessa hefur
gerzt, hafi íhlutun um tilveru stofnsins og
nýtingu hans. í því máli var einnig rætt
um hugsanlegan innflutning sauðnauta á
nyrsta hluta vestfjarðakjálkans. Var það
álit ýmissa, að hreindýrastofninn sé það
stór orðinn, að rétt sé og eðlilegt að tak-
marka stærð hans héreftir og hafa betra
eftirlit með allri tilveru hans, og í sam-
bandi við sauðnautainnflutning virtist
áhugi nokkur fyrir því efni, miðað við vist
þeirra þar sem áður getur.
Starfsemi Stofnlánadeildar landbúnaðar-
ins var til umræðu og einkum sá þáttur,
sem varðar lánveitingar til þeirra, sem
hefja búskap, enda telj a flestir að það
hamli mjög búskaparbyrjun ungra manna,
að lánamál þeirra vegna séu allsendis ó-
fullnægjandi, þar eð landbúnaður er fjár-
frekur bæði með tilliti til stofnfjár og
reksturs, enda er það ókleift nú, sem áður
gerðist, að bændur byrji búskap með fá-
einar ær og eina eða tvær kýr.
* * *
Stækkun Bændahallarinnar var kapp-
rædd á þessu þingi, en uppi eru áætlanir
um stækkun Hótel Sögu svo að öll reksturs-
skilyrði þar verði hagkvæmari en nú gerist
og einkum með tilliti til þeirrar framtíðar,
er við sýnist blasa þar sem aukinn ferða-
mannastraumur kallar á aukið hótelrými
í landinu. Mál þetta var til meðferðar á
aðailfundi Stéttarsambands bænda á síðasta
sumri, og þar eð Búnaðarfélag íslands er
eignaraðili að % hiutum Bændahallarinn-
iar er bæði eðlilegt og sjálfsagt, að málið
sé einnig til meðferðar á vegum Búnaðar-
þings. Málið var afgreitt jákvætt með litl-
um meirihluta þannig, að eðlilegt sé að
stækka Bændahöllina ef vel gerðar áætl-
anir sýna það eðlilegt með tilliti til betri
rekstursskilyrði svo sem þegar gerðar áætl-
anir virðast eindregið sanna.
* * *
Loks er vert að minnast á mál það, er
snertir eignarrétt á öræfum landsins, sem
innan Alþingis er til meðferðar. Menn
skiptast mjög í hópa um áilit á því hverjir
séu réttilega eigendur öræfanna, ríkið,
sveitarfélög eða einstaklingar. Búnaðar-
þing skoraði eindregið á Alþingi að fella
þá tillögu, sem þar er frammi um að
ákveða, að óbyggðir séu alþjóðareign.
Til meðferðar voru slysatryggingamál
sveitanna, öryggismálin yfirleitt að því er
snertir meðferð og notkun véla og tækja
og allt er varðar meðferð þeirra, kunnáttu
og nýtingu í vinnu og umferð.
Hér skal ekki varið meira rúmi til þess
að rekja störf og samþykktir þessa 54.
Búnaðarþings, enda verða þingtíðindin gef-
in út á vegum Búnaðarfélagsins í náinni
framtíð sem hluti af Búnaðarritinu.
200
F R E Y R