Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1972, Blaðsíða 29

Freyr - 15.05.1972, Blaðsíða 29
Sauðnaut, viðbúin til varnar gegn óvininum. SAUÐNAUT Á GRÆNLANDI í ritverkinu DANMARKS NATUR, 10. bindi, er f jall- ar um Grænland og Færeyjar, er kafli um sauð- nautin í Grænlandi. Er þar í stuttu máli gerð grein fyrir skilyrðum þeirra og tilveru þar, þessum heim- skautadýrum, sem nú virðast hljóta vaxandi vin- sældir í heimi búfjárræktarmanna. Viðeigandi má telja að birta þennan kafla í íslenzkri þýðingu og geta þess um leið, að á dönsku kallast skepnan moskusokse (ovibos moschatus á latínu) og á græn- lenzku umingmak = sá langskeggjaði. Danska og latneska heitið eru misvísandi því að skepnan á ekk- ert skylt við moskus, en íslenzka heitið er sann- mæli, því að í dýraríkinu er hún raunar mitt á milli nauts og sauðar (ovibovini). Landnám og útbreiðsla Bæði í nýja og gamla heiminum hefur sauðnautið verið algengt á norðurslóðum. í Evrópu var tilveru þess ;lokið við endir ísaldar, en í Asíu lifði það enn á Krists dögum, eða þar um bil, og mun því hafa verið útrýmt af manna völdum. Leiðin lá frá Alasfea í Norður-Ameríbu til suðausturs. Um skeið hefur sauðnautið iifað í nokkrum fyilkjum sunnan stóru vatnanna í þessum heimshluta. Þau, sem hreyfðu sig í austurveg, fylgdu ísröndinni og komust til Ellesmere eyjarinnar ogNorð- austur-Grænlands. Enginn veit þó með vissu hve langt er síðan þetta gerðist, en hitt er víst, að 2000 árum fyrir Krist var sauðnautið veiðidýr fólks á þessum slóð- um, en um það leyti fluttist þangað ætt- stofn fóiks, samkvæmt rannsóknarniður- stöðum Egils Knuts á Norður-Grænlandi, og þar var sauðnautið þá landiægt. Um skeið hefur sauðnautið lifað í Thule á Norðvestur-Grænlandi, en þaðan hefur það ekki flutt sig til frjósamari svæða um miðju Grænilands á vesturströnd þess. Þar hefur jökullinn við Melvilleflóann hindrað förina suður á bóginn. Um norðurströnd- F R E Y R 221

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.