Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1972, Blaðsíða 12

Freyr - 15.05.1972, Blaðsíða 12
góð viðbót við úthagann frá því sem áður var. — Nóg er af eyrum og söndum, en hvað um meiri rcektun? — Já, sandamir og melarnir á Reyðará eru líklega nálægt 120 ha samtals svo að af nægu er að taka, og gaman hefði verið að sjá þetta svæði sem ræktað land. En það er talsvert átak — og svo er anmað. Maður ræktar til þess að hafa nóg fóður handa búfé að vetri og sumri. Hér er haglendi þannig haust og vor, iað hjá því verður ekki komizt að beita á ræktað land, og gildir einu hvort búið er við sauðfé eða nautpening. Á meðan ræktun er í byrjun þolir landið ekki beit nema mjög í hófi, en þegar grassvörðurinn er orðinn nægilega þykkur ætla ég að beit saki ekki þó að gróf möl sé undir, því að ræturnar em þá orðnar þéttar og djúpgengar, þær ná að minnsta kosti 15—20 sentimetra niður strax á fyrsta ári. Þegar ég hefi beitt tún- in á vorin hefi ég forðast sem framast hef- ur verið hægt að beita ekki lambfé fyrr en kominn hefur verið þverhandarþykkur þeli ca. 10 cm gras og setja aldrei fieiri ær á hverja spildu en svo, að grasið hefur auk- izt frekar en minnkað meðan ærnar hafa verið inni á túninu. Ég tel það mjög mikið atriði að vera strangur gagnvart túnbeit á vorin á þennan hátt. En sjálfsagt verður framtíðin að leiða í ljós hve mikinn bústofn hægt er að nytja á tiltekinni iandstærð, og hvaða nytjar hann gefur og bóndinn getur sætt sig við. * * * Ég hef litið á víða velli, albúna til haust- beitar, því að hér eru tún slegin einu sinni og önnur uppskera ætluð lambfé síðsumars. Ég er seztur að kaffiborði og húsmóðirin, Vigdís Guðbrandsdóttir, frá Heydalsá í íStrandasýslu, hefur framleitt góðgæti af ýmsu tagi með mikilli rausn og glæsibrag. Ég hef þar máls á því, að mér sýnist fjöllin nakin og laklegt haglendi svo að sennilega megi eins vel rækta til vetrarfóðurs og beitar handa nautgripum. En hér býrð þú við sauðfé — og ég sé engan hund, segi ég við Þorstein. — Þorsteinn hefur enga þörf fyrir hund. Það er Vigdís sem verður fyrir svörum. — Hundur mundi bara verða til þess að styggja féð, bætir Þorsteinn við. — Nóbelsskáldið í Laxnesi segir, að á hans heimaslóð verði bændurnir að gelta sjálfir ef þeir hafa ekki hunda til hjálpar við fjárrekstra. Gerir Þorsteinn það eins og sveitungar mínir í Mosfellssveitinni? spyr ég. — Þorsteinn rebur aldrei fé... hann læt- ur ærnar elta sig. Það er stundum löng kjóra þegar Þorsteinn fer fyrir og heill hópur fylgir slóðina á eftir, segir Vigdís. Þorsteinn bætir því við, að hann þurfi nú ekki talltaf að ganga á undan hópnum, það er oft nóg að kalla, þá koma æmar. Og ekki bara það. Þær þekkja hljóðið í bílnum. Það hefur skeð í myrkri, að hann hefur ekið niður á eyrarnar og ærniar runnið á hljóðið ... þekkt bílhljóðið. Við spumingu minni hvort þær þekki hljóð heimilisbílsins frá öðm bílhljóði svarar Þorsteinn, að svo virðist vera, að minnsta kosti hefur hann ekki orðið þess var, að ærnar þyrpist að girðingunni við beitar- skákina þó laðrir bílar bafi ekið um þjóð- veginn. Við spumingu minni um hvort létt hafi verið eða torvelt að kenna ánum þessa háttu, svo stórum hópi sem hér um ræðir, fæ ég það svar, að bóndi hafi verið búinn að kenna ánum að baga sér svona áður en hann varð eiginlegur bóndi, bara vinnu- maður föður síns, en það hafði hann verið ámm saman áður en hann hóf búskap árið 1964. Sem vinnumaður hirti hann ær sínar og hafði alla forsjá þeirra. Þær vom ekki svo margar í upphafi, en með tímanum hafa þær orðið að hópi, sem allur kann iað haga sér eins í þessu efni. og hundur er alveg óþarfur því að sauðheimska virðist ekki ríkja í hjörðinni. * * # 204 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.