Freyr - 15.05.1972, Blaðsíða 14
haustvigt í október. Ég nota ekki meira
fóður en margir aðrir í janúar—marz, en
það má fullyrða, að ég gef eitthvað meira
en almennt gerist í nóvember og desember
og svo í apríl og maí, og þó sérstaklega 1
maí. Fóðurmagn, sem ég hef eytt að meðal-
tali frá haustnóttum til aprílloka, hefur
verið nálægt 100 fóðureiningum, stundum
meira og önnur ár eitthvað minna.
— Og hvernig hagar þú meðjerð ánna
um sauðburðinn?
— Notkun fóðurs á sauðburði er mjög
háð veðurfarinu. Vorið 1968 var sérstak-
lega gróðurlaust. Það mun láta nærri að
ærin hafi farið með 40 fóðureiningar frá
1. maí til 10. júní það vor og mutu þær þó
líka túnanna síðari hluta maí og framan af
júní. Það má segja, að ærnar hafi borið
algerlega á húsi síðustu 15 ár og er þeim
þá gefið inni eina til tvær vikur með lömb-
unum. Síðan eru þær látnar út í girðingar
og gefið þar eins og tök hafa frekast á
verið þar til nægur gróður hefur verið
kominn.
— Og hvað svo um sumarbeit og með-
ferð dilkanna fyrir slátrun?
— Eins og um var rætt er sumarbeit
fremur rýr, en þó lökust fyrir það að grös-
in falla snemma. Ég hefi fylgzt með vaxtar-
hraða lambanna yfir sumarið, síðastiliðin
14 ár, og er reyndin sú, að í ágústlok er
vaxtarhraðinn orðinn ákaflega iítill og
stundum enginn vöxtur. Þá er nauðsynlegt,
hér um slóðir, að taka lömbin inn á gott
ræktað land sem fyrst í september. Nú,
hin síðari ár, hefur háin verið notuð til
haustbeitar hér á bæ á því túni, sem heyjað
hefur verið af í júlí, 15—20 ha spilda, og
einnig stöku sinnum sáð smávegis til græn-
fóðurs. Þetta hefur nægt til þess að forða
lömbunum frá 'aflagningu, sem átt hefði
sér stað ef þetta hefði ekki verið fyrir
hendi og flest árin einnig gert eitthvað
meira.
— Og hvað svo um árangurinn, þunga
dilka á blóðvelli?
— Um síðastliðin 10 ár hefur þungi falla
af sláturlömbum reynst 16—18 kg að með-
lailtali. Árlegar sveiflur eru nokkrar en ekki
nema milli þessara marka. Á þessu tíma-
bili hefur öllu verið slátrað á Höfn í Horna-
firði, eins og öðru fé héraðsins að Öræf-
um fráteknum.
— Hvað um þyngd dilka samanborið við
fallþyngd almennt?
— Mínir dilkar bafa reynzt vel og betur
en meðaltalið því að á sláturhúsinu í Höfn
mun meðalfailþungi lamba hafa verið þetta
13—14 kg. Áður en ég fór að viðhafa þær
aðferðir við meðferð ánna, sem ég var að
lýsa, var fallþungi dilka hjá mér rétt eins
og þá gerðist hjá öðrum. Tvílembingar
voru þá færri en þeir hafa verið á síðari
árum. Á þessu 10 ára tímabili hefur frjó-
semi minna áa aukizt talsvert og hún hefur
oftast verið 65—75%, en það segir aftur,
að fjórir af hverjum fimm dilkum eru tví-
lembingar.
* * *
Raunar mætti skrifa miklu lengra mál um
þau atriði, er lúta að því fyrirbæri, sem
sýnir og sannar hversu mikla þýðingu það
hefur og áhrif á afurðamagnið að haga
meðferð og fóðrun ánna álíka og Þorsteinn
á Reyðará. Spumingu minni ium hugsan-
lega breytta búháttu á Reyðará, eða í Lóni
yfirleitt, svarar Þorsteinn svo, að hingað
til hafi sauðfjárræktin verið aðalatriðið, en
bættar samgöngur og aukin ræktun geti
orðið til þess, að nautgriparækt aukizt að
mun og mjólkurstöðin á Höfn hefur mótað
ný viðhorf með tilliti til mjólkurmarkaðs,
en þangað er tiltölulega létt að flytja
mjólkina þótt vegalengd sé nokkur. En
hvort sem um ræðir sauðfjárbúskap eða
nautpeningsrækt gildir hvorutveggja, að
bændur hljóta að beita á ræktað land í
auknum mæli, haglendi í Lóni eru þannig,
að hjá því verður ekki komizt.
Með þakklæti fyrir greinargóðar upplýs-
ingar kveð ég ágætan bónda og húsmóður,
sem margir geta haft til fyrirmyndar.
G.
206
F R E Y R