Freyr - 15.05.1972, Blaðsíða 6
Stjórn Búnaðarfélags íslands, kjörin 1971 til fjögurra ára. Talið frá vinstri: Ásgeir Bjarnason, Einar Ól-
afsson og Hjörtur E. Þórarinsson.
BUNAÐARÞING
1972
Búnaðarþing, hið 54. í röðinni, var sett í
Bændahöllinni mánudaginn þann 14. febrú-
ar. Formaður Búnaðarfélags íslands og
forseti þingsins setti það með ræð-u, er
fjallaði fyrst og fremst um afkomu land-
búnaðarins á liðnu ári svo og viðhorf þau,
sem við blasa og nokkur atriði þeirra verk-
efna, sem að er unnið um þessar mundir
sérstaklega á sviði þess hluta þjóðarinnar
sem byggir sveitirnar. Við setningu þings-
ins flutti landbúnaðarráðherra Halldór E.
Sigurðsson erindi og formaður Kvenfélaga-
sambands íslands, frú Sigríður Thorlacius,
ávarpaði þingið.
Kjörnir aðalfulltrúar mættu til þings
23 og tveir varafulltrúar, þeir Guttormur
V. Þormar, fyrir Búnaðarsamband Austur-
lands og Engilbert Ingvarsson, frá Búnað-
arsambandi Vestfjarða, en þeir hafa ekki
fyrr tekið sæti á Búnaðarþingi.
Að venju munu tíðindi frá Búnaðarþingi
verða birt í Búnaðarritinu og skal því að-
eins í stuttu máli drepið hér á örfá atriði
þeirra 33 mála, er afgreidd voru á þinginiu,
en samtals voru þar fram lögð 39 mál.
Þau verkefni, sem fulltrúar fengu til
meðferðar, voru sum mjög tímafrek og má
þar sérstaklega nefna tvo stærstu laga-
bálkana, sem íslenzkir bændur vinna eftir
og þá varðar sérlega, en það eru jarðrækt-
arlögin og búfjárræktarlögin. Hvoru-
tveggja voru til endurskoðunar og á þeim
gerðar verulegar breytingar í vissum atrið-
um. Að sjálfsögðu eiga þau framundan
leiðina í gegnum Alþingi og fyrirfram
verður ekki séð hvaða breytingar kunna
að verða gerðar á þeim frá því, er Bún-
aðarþing samþykkti. Milliþinganefndir
höfðu unnið að endurskoðiun lagabálka
198
F R E r R