Freyr - 15.05.1972, Blaðsíða 35
PHOMA EXIGTJA veldur stórfelldu tjóni.
verið hefur lengi að mati dómbærra manna.
Samkvæmt upplýsingum bæði frá fram-
leiðendum, svo og frá þeim aðilum, sem eru
í daglegum tengslum við framleiðendur, þ.
e. Grænmetisverzlun landbúnaðarins og
yfirmatsmanni garðávaxta, E. B. Malm-
quist, kemur þó í ljós, að umræddar
skemmdir eru síður en svo í rénun. Þvert
á móti virðast þær aldrei hafa verið meiri
né öllu útbreiddari en einmitt á þessum
vetri. Ástand þetta er því nánast mjög al-
varlegt. Nú vaknar vafalaust sú spurning
hjá mörgum, hvort ekki muni tiltækt með
einhverjum ráðum eða aðgerðum, að kveða
niður þurrrotnunina, eða a.m.k. að stemma
að einhverju leyti stigu fyrir hinar geig-
vænlegu skemmdir hennar, sem verið hafa
að undanförnu. í þessu sambandi skal
ræktendum bent á að kynna sér áðurnefnd-
ar greinar í Frey, hafi þeir ekki þegar gert
það, en í þeim er að finna helztu valkosti,
sem plöntusjúkdómasérfræðingar telja sig
geta bent á til úrbóta, að svo komnu máli.
Til vonar og vara skulu þessar ráðstafanir
þó rifjaðar hér upp, lesendum til glöggv-
unar:
1. Algjör endurnýjun á útsæði og skipta
um garðland.
2. Einungis skipta um útsæði.
3. Sótthreinsun útsæðisins skömmu fyrir
niðursetningu eða um leið og niðursetn-
ing fer fram.
4. Sótthreinsun garðlanda með lyfjum.
5. Sótthreinsun á áhöldum og öðrum nauð-
synjagögnum, sem koma í snertingu við
kartöflurnar (kassar, flokkunarvélar o.
s. frv.).
6. Gætileg meðferð á uppskerunni.
7. Gagnger sótthreinsun kartöflugeymslna
á hverju ári.
Að skipta alveg um útsæði og jafnframt
að skipta um garðland, er í fæstum tilvik-
um gerlegt, ef um umfangs mikla ræktun
er að ræða. Öðru máli gegnir þar sem rækt-
unin er takmörkuð. Sé sýkingin á mjög
háu stigi, er þó vart um annað að ræða
en að grípa til endurnýjunar á útsæðinu.
F R E Y R
227