Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1972, Blaðsíða 42

Freyr - 15.05.1972, Blaðsíða 42
í rannsóknum Daytons dóu 80 manns af hjartakvillum og krabbameini, þeir er fengu ómettaða fitu í fæðunni, en dýrafitu neytendur dóu 87 á sama tíma. Samtals dóu á því skeiði 174 af fyrrtöldum en 177 af síðartöldum. Fleiri dóu af hjartamein- um og færri af krabbameinum í dýrafitu- hópnum en samanburðarhópnum. í Bierbaums rannsóknum og tilraunum dóu, á 5 árum, 5 manns úr hjartakvillum úr samanburðarhópi en f jórir úr þeim hópi, er fékk dýrafitu. Aftur sönnun þess, að fitan hafði þar engin áhrif á fjölda dauðs- falla. í öðrum tilraunum Lerens, Turpein- ens og fleiri, var fæða fólksins þannig sam- sett, að samanburður hópanna var fráleitur og niðurstöður því einskis virði, ef dæma skyldi áhrif fitu á hjartakvilla. Ýmsir hafa beint athygli sinni mjög að Framingham rannsóknunum, sem nýlega er lokið eftir 20 ára starf. í lokaskýrslu um þær er greint frá áhrifum þeim, er komið hafa fram í kolesterolmagni blóðvökvans miðað við þá þætti, er stafað gætu frá fæðunni, þ. e. fituneyzlu á dag mælt í grömmum dýrafitu, samanborið við aðra fituneyzlu. í greinargerðinni sézt ekki að nokkurt samband hafi verið milli dýra- fituneyzlu og kolesterolmagns í blóðinu. Niðurstaðan hvetur aðeins til varfærni þegar kenningar um áhrif fæðunnar á kolesterolmagn blóðs eru færðar á vett- vang. í Framingham rannsóknunum var fitumagn fæðunnar mjög breytilegt. Víst var mismunur á einstaklingum, en fæðan átti ekki sök á því. Ef gera skal tilraunir með stóra hópa fólks er æskilegt að vita hvaða atriði það eru, sem hafa áhrif á mismunandi magn kolesterols í blóði ein- staklinga. Auk staðfestingar á kolesterol- magni blóðsins voru einnig rannsökuð á- hrifin á æðakerfið, kransæðarnar. Engar verkanir var heldur hægt að staðfesta þar. Engar rannsóknir um þessi efni hafa staðið í 20 ár, aðrar, en þessar í Framing- ham. Þetta vil ég undirstrika og það um leið, hvaða þýðingu C-vitamín hefur í sam- bandi við hjarta- og æðasjúkdóma. Við vitum að í Finnlandi er C-vitamínskortur algengur á vetrum og á vorin. C-vitamín er nauðsynlegt við myndun og viðhald æðaveggjanna. Einnig er C-vita- mín nauðsynlegt við viss efnaskipti, m. a. við brennslu vissra fitutegunda. C-vitamín lækkar kolesterolmagn, lipoids og fitu í blóðvökvanum. Við rannsóknir í Austur- og Vestur Finnlandi árið 1958 sýndi það sig, að talsverður munur var á C-vitamín- neyzlu í þessum landshlutum og í samræmi við það var munur á tíðni hjartakvilla, þeir voru algengir í Austur-Finnlandi þar sem C-vitamínneyzla var minni. Að mínu áliti er spursmálið um hjartaveilur nátengt vissum hvatakerfum. í sambandi við þetta mun unnt að finna skýringar á vissum fyrirbærum varðandi steinefni, vitamín og vaka, sem meira eða minna eru í tengslum við þróun og rás hjartakvilla. Skortur eða ofneyzla þessara þátta getur truflað heilbrigða efnabreytingu og veiklað heildarkeðjuna í þeim svo, að hjarta og æðar hljóti mein af og niðurstaðan verður ein hvar svo sem veilur eru myndaðar í keðju lífsrásarinnar. (Landsbygdens folk. 8/8 1971). 234 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.