Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1972, Blaðsíða 19

Freyr - 15.05.1972, Blaðsíða 19
^bvírE S(CU.R Ltí. Tvöfalt acrylgler. mikilsvert er að geta haldið öruggum hita, t. d. uppeldishúsa og húsa til ylræktar á laukum og hnýðum, er ekki úr vegi að lýsa þeim að nokkru (skýringarmynd). Þykkt plötunnar er 1,5 mm á báðum hliðum. Á milli eru holrými, sem orsaka mjög góða einangrunarhæfni. Hitatap gegnum plöt- urnar er talið vera um það bil helmingur af því, sem er á 4 mm gleri. (Gler 4 mm kv = 5,5, plötur 2,7). Plöturnar eru 1,2 m á breidd og 3,3 m á lengd. Þessar plötur hafa verið reyndar í nokkur ár og ekkert komið í ljós um minnkandi ljóshæfni þeirra né gæðarýrnun á nokkurn hátt. Þar sem olía eða hliðstætt eldsneyti er notað, er talið, að sparnaður á því sviði sé a. m. k. 30—40%. Ennfremur má reikna með, að hægt sé að komast af með mun minni hita- lögn eða sem svarar 30—40%. Hins vegar kemur á móti, að plöturnar eru mjög dýrar. Þær kosta um 25 DM frá framleiðanda (Röhm í Darmstadt, Þýzkalandi) svo að hætt er við, að verð hér yrði um 1000 kr. ísl. á m2. Þess hefur orðið vart víða um lönd, að hin nýju efni, sem hugsað er að leysi gler af hólmi í gróðurhúsabyggingum, hafa ekki verið í náðinni hjá ýmsum ráðamönn- um á þessu sviði. Margt í gagnrýni þeirra á þessum efnum hefur eflaust verið á rök- um reist, en hins vegar hefur átt sér stað stöðug þróun í framleiðslu þessara efna, þannig, að gæði hafa farið jafnt og þétt vaxandi og svo hitt, að verðlag þeirra hefur orðið miklum mun samkeppnishæfara með árunum, og er þess að vænta, að þessari þróun sé engan veginn lokið. Þess vegna er öllum þeim, sem um þessi mál fjalla og eiga hagsmuna að gæta, nauðsynlegt að fylgjast með framvindu þeirra á komandi árum. Ráðningarstofa landbúnaðarins er starfrækt á vegum Búnaðarfélags Islands og er opin allt árið. — Dagleg afgreiðsla er virka daga frá kl. 9—12 og 13—17, nema á laugardögum. Hlutverk ráðningarstofunnar er að aðstoða bændur við ráðningu verkafólks, þ. e. unglinga og fullvaxinna manna og kvenna, til hverskonar sveitastarfa. Milligöngu um vistun barna — yngri en 12 ára — getur ráðningarstofan ekki sinnt. Nauðsynlegt er, að bændur í fjarlægum sveitum hafi umboðsmenn í Reykja- vík, er ráðningarstofan getm- snúið sér til í sambandi við upplýsingar, sem vinnuveitandi og vinnuþiggjandi gagnkvæmt óska að fá, áður en ráðningar eru bundnar fastmælum. RÁÐNINGARSTOFA LANDBCNAÐARINS Sími 19200 — Reykjavík F R E Y R 211

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.