Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1972, Blaðsíða 25

Freyr - 15.05.1972, Blaðsíða 25
GRASKRAMPI Það eru mikil viðbrigði í tilveru þess bú- fjár, sem kemur úr húsi á vorbeit, eftir iað hafa staðið inni langan vetur. Það eru líka mikil viðbrigði í næringarlegu tilliti er skepnurnar hafa fengið þurrhey 1 innistöðu og koma svo á góða beit, nýgræðing, er gefur verulegt eða mikið magn næringar- forða dagsins. Því miður eru enn of fáir bændur, sem láta kýrnar út að vorinu áður en grös gróa, það þykir fyrirhöfn að hleypa þeim út bara til að fá hreint og heilnæmt iloft, enda þótt þær séu þeirrar tilveru þurfandi í fyllsta mæli. Annars er það gömul og ný reynsla, að sé kúnum hleypt út áður en grös gróa þá eta þær bæði þurr- hey og vothey langt fram á sumar með beitinni, ef það þykir við þurfa, og þannig er hægt að fyrirbyggja meltingartruflanir og skylda annmarka, sem einatt henda ef allar breytingar eru snöggar. Með aukinni nythæð skepnanna, og auk- inrii beit þeirra á túnum að vorinu, er vax- andi hætta á að þær fái graskrampa, sem í seinni tíð veldur talsverðum afurðamissi og nokkrum dauðsföllum hér og þar. Hér og annars staðar er graskrampi al- gengastur fyrstu 2—3 vikurnar á vorbeit- inni en hann getur hent síðar á sumri og raunar oftar þegar um ræðir magníum- vöntun í fóðrið. Magníumskortur virðist sem sé vera mikilvægasta ástæðan fyrir nefndum kvilla, en þær geta þó verið aðrar og fleiri. Oftast eru það hámjólka kýr, sem verða fyrir barðinu á kvillanum. Þær em við- kvæmari fyrir fóðurbreytingum og mis- lyndi veðráttunnar en aðrar skepnur, en bæði ær og kálfar geta einnig orðið lasnir og vanburða og drepist laf sömu ástæðum. Hér skal aðeins minnzt á magníum í þessu sambandi því að líklegt er, að magní- umskortur sé algengasta ástæðan til gras- krampa hénlendis. Magníum í fóSri Meginmagni þess fóðurs, sem nautpeningi er fengið til næringar á beit eða í fjósi, er iaflað af jörðunni. Veltur því á miklu tað næringarhlutföill gróðursins séu þau, sem skepnunum henta. Nú er það svo, að með aukinni notkun tilbúins áburðar er einatt hætta á að það jafnvægi raskist. Það hefur líka einatt farið svo, síðan skammtar til- búins áburðar vom auknir að því marki, sem nú er að almennt gildandi. Það hefur bæði hér og erlendis reynzt svo, að aukið magn kalíáburðar, sem jurtirnar taka til sín í skyndi, getur haft svonefnd and- verkandi (antagonisk) áhrif svo að uppsog magníums úr jarðveginum takmarkast eða teppist nema í honum sé mikið magn þessa efnis. Þettia getur aftur leitt til þess, að magníummagn í iíkama skepnunnar verði minna en lífeðliskröfur gera tilkall til, í blóðseganum verðiur of lítið af magníum og þá er hættan á ferð. Truflanir í starfsemi meltingarfæranna geta líka leitt til þess, að ónóg verður af magníum í iíkamanium enda þótt nægilegt magn þess sé í fóðrinu, en afleiðingarnar getia þá orðið graskrampi á einhverju stigi. Það er segin saga, að magníum í fóðri er mjög misjafnt. Sænskar athuganir hafa sýnt, að Mg O í grasi er að meðaltali um 0,13% iaf þurrefninu en í smára tvöfalt þetta magn. Auðvitað fer þetta þó eftir því hve mikið magn er jurtunum aðgengilegt í jarðveginum. Œteynsla þar hefur einnig sýnt, að þegar slegið er tvisvar er jafnan minna magníum í síðari eftirtekju en hinni fyrri. Með venjulegri heygjöf þar í landi hefur það sýnt sig, að ef heyið er smára- blandað að talsverðu leyti er engin hætta á magníumskorti að vetrinum, en á smára- grund getur graskrampi komið fyrir þegar kýr eru á beit ef veðrátta er óhagstæð, F R E Y R 217

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.