Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1972, Blaðsíða 40

Freyr - 15.05.1972, Blaðsíða 40
og víkkuð ræktunarlönd. Meðal annars er gert ráð fyrir sameiningu lítilla bújarða. I lögum frá 1967 var ráðgert að 6.000 býli yrðu árlega sameinuð í landinu, en þetta hefur farið á allt annan veg, því að aðeins 8—9 hundruð hafa sameinazt árlega. Þótt víða sé búið stórt eru líka mörg smábýli nytjuð og raunar svo smá, að þar er lífsframfæri fjölskyldna því aðeins mögulegt, að ríkið styðji og treysti á alla lund tilveru búvöruframleiðenda hér eftir eins og gerst hefur til þessa. 55.000 BÆNDUR fengu greiðslu árið 1971 til þess að halda sumarfrí í fyrsta sinn. Þetta gerðist í Noregi, en frá því hefur FREYR sagt, að norska ríkið veitti á fjár- lögum allháa upphæð í því skyni á árinu. Það urðu 23 milljónir norskra króna, eða um 300 milljónir íslenzkar krónur, sem til sumarfría bænda var varið samtals, eða nálægt 5.400 krónum á hvern aðila að meðaltali, sem var í fríi. Þeir, sem vilja taka frí, verða að sækja um fé að þeirri fúlgu, er til þess skal varið, en það eru 80 milljónir norskra króna í ár. Gert er ráð fyrir sumarfríi 12 daga hámark og að veittar verði 80 norskar krónur á dag á þessu ári, til einstaklings, en það eru um 1.050 íslenzkar krónur. NORÐMENN leggja drjúgan skerf í sjóð framtíðarinnar þar sem skógurinn er. Síðastliðið ár voru gróðursettar 76 milljónir trjáplantna, árið áður um 80 milljónir og sum ár að undanförnu enn fleiri. Norðmenn munu vera um 4 milljónir samtals og þegar í mold eru settar 80 milljónir er það 20 tré á hvert manns- barn í landinu. Rúmlega þriðjungur plantnanna er gróðursett á breiddarstigi eins og á Islandi og norðar. BREZK BÚ STÆKKA segir Mogens Munch, ríkisráðunautur Dana í Bret- landi. Hann hefur látið safna upplýsingum um viðhorf búskapar þar í landi og skoðað þá lög- gjöf, sem í deiglu hefur verið, og varðar búskap og bústærð. í Farlamentinu (Alþingi Breta) hefur James Prior, landbúnaðarráðherra Iagt fram frumvörp þessum efnum viðvíkjandi. Að undanförnu hefur aðstoð verið veitt á ýmsa Iund við endurbætur gamalla bygginga í sveitum og til nýbygginga. f hinum nýju frumvörpum er gert ráð fyrir að hverfa frá því að styrkja í þess stað aukna ræktun í KANADA hafa að venju verið gerðar áætlanir um afkomu landbúnaðarins fyrirfram og í þetta sinn fyrir 1972, um síðustu áramót. Heildarmynd af viðhorf- inu þar segir, að á árinu muni kornvörur lækka í verði en ýmsar aðrar búvörur hækka. Gert er ráð fyrir að sem heild muni tekjur bænda lækka lítillega vegna hækkandi útgjalda í vissum rekstursgreinum, og af því hljóti að leiða einhverja Iækkun nettótekna. Innan vissra greina framleiðslunnar er gert ráð fyrir að ostaframleiðslan aukizt og batnandi mark- aður sé fyrir þá iðnvöru, svo að samkeppni við innfluttan ost auðveldist að mun. Hinsvegar er gert ráð fyrir, að fleskframleiðslan minnki í bili, en vegna lækkandi kornvöruverðs muni aukning verða aftur á næsta vetri. KÚAFÓÐUR ÚR HÆNSNADRIT FREYR hefur áður getið þess, að tilraunir séu í gangi erlendis með að nota hænsnadrit til fóðurs. Nú eru framkvæmdar tilraunir með þetta einkenni- Iega fyrirbæri vestan hafs. f tímaritinu „Broiler Industri“ er gerð grein fyrir þeim möguleikum, er virðast framundan á því sviði, að fuglaskítur er hirtur, saman við hann blandað sagi og hálmögnum, blandan er sett í geyma og látin gerja þar, síðan kólnar kássan, í hana er blandað próteinsamböndum ef við þykir eiga og síðan fer fram próffóðrun með graut þenn- an, en hann er gefinn nautpeningi. Þetta þykir vxst ekki sérleg heilbrigðisleg ráðstöfun og við orð hefur verið haft, að svona framferði verði bannað með Iögum, en það er þó engan vegin víst, enda er á þessu stigi gert ráð fyrir að þetta „fóður“ verði aðallega eða eingöngu notað handa holda- gripum. Þetta er auðvitað allt í gangi fyrir vestan haf, enda er það þar, sem stærstu haugar fugla- drits safnazt á hinum risavöxnu fuglabúum. En hvað sem því líður þá er talið að umrætt fóður sé efnaríkt og í því 28% prótein. 232 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.