Freyr - 01.10.1972, Blaðsíða 5
FREYR
BÚNAÐARBLAÐ
Nr. 19-20 — Okt. 1972
68. árgangur
Utgefendur:
BÚNAÐARFÉLAG ÍSLAND3
STÉTTARSAMBAND BÆNDA
Útgáfustjórn:
EINAR ÓLAFSSON
NALLDÓR PÁLSSON
PÁLMI EINARSSON
Ritstjórn:
GÍSLI KR ISTJÁNSSON
(ábyrgðarmaður)
ÓLI VALUR HANSSON
HeimlUsfang:
BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍK
PÓSTHÓLF 7080, REYKJAVÍK
ÁskriftarverS kr. 350 árgangurinn
Ritstjórn, innheimta, afgreiðsla og
auglýsingar:
Bœndahollinni, Reykjavík — Sími 19200
Prentsmiðja Jóns Helgasonar
Reykjavík — Sími 38740
EFNI:
A5 loknu sumri
Aðalfundur Stéttarsambandsins 1972
Nœringargildi töðunnar 1971
Framleiðsla mjólkursamlaganna
1970 og 1971
Kýr á beit
Skýrsla Búnaðarsambands Eyjafjarðar
Verðlagsgrundvöllur búvöru
1. september 1972
Um einkunnagjöf fyrir arðsemi áa
Spenadýfing
Búfé og eftirtekja
Bœkur
Sigurður Jónsson, Stafafelli
Stofnfundur búnaðarkennara
Athugasemd — Leiðrétting
Molar
Að loknu sumri
„Veturinn 1971—72 var eiginlega enginn vetur“ sögSu
ýmsir. Aðrir líktu honum helzt við veturinn 1928—’29,
þegar naumast komu nokkurntíma frost og snjór stað-
næmdist varla þótt stöku sinnum kœmi fjúk. Og það
voraði snemma hér á íslandi á þessu ári. Víða um land
voru fyrstu dagar sumarsins hlýir sem um hásumar
væri og vafasamt er að nokkrir hlýrri sólarhringar hafi
komið á sumrinu, en ef einhverjir þá aðeins örfáir. Góður
var maí enda gréri land snemma og á sauðburði var
veðurfar sérlega hagstætt. Því urðu lambahöld með á-
gætum og erfiði bænda lítið miðað við það, er stundum
reynist þegar nauðsyn krefst þess, að allt fé sé í húsi
um sauðburð.
Og svo kom júní með úrkomuleysi og þurrkum svo
að gróður staðnaði, eða grasvöxtur stanzaði að minnsta
kosti, og þótt því væri spáð í upphafi mánaðarins, að
sláttur mundi almennt hefjast að honum hálfnuðum fór
þetta á annan veg, því að aðeins á nokkrum býlum, aðal-
lega í Eyjafirði, hófst sláttur um sólstöður en það gras
lenti í hrakningum því að þá komu stöðugir óþurrkar,
og sláttur hófst almennt ekki fyrr en síðast í júni og
síðar. Þá var gras almennt orðið óvenju mikið. Stopulir
þurrkar um landið syðra og vestra töfðu allan heyskap,
en austanlands og norðaustan var veðurfar með ágætum
til heyskapar. Loks komu góðir þurrkar um 10 daga skeið
á óþurrkasvœðunum með ágústkomu.
Þá var bjargað meginmagni vetrarfóðursins, sumu
komið undir þak, annað sett upp, til tiltölulega örðugrar
björgunar síðar.
Fyrir landið í heild verður sagt, að heyskapur hafi
orðið með ágœtum, verkun fóðursins nokkuð misjöfn,
en magn meira en nokkru sinni áður á haustnóttum, í
sögu þjóðarinnar. Ætti sá forði að hrökkva lengur en til
næsta vetrar enda voru fyrningar miklar að liðnum
síðasta vetri.
Eftirtekja gróðurhúsa og garðyrkju reyndist hinsvegar
ekki meiri en í meðallagi að þessu sinni, enda var sum-
arið sólarsnautt og hitastig náði ekki meðállagi i neinum
mánuði nema maí, en þá var hitinn yfir meðallag. Sólfar
hefur sitt að segja fyrir margar tegundir jarðargróðurs.
Og svo heilsar vetur eftir gjöfult sumar þegar á allt er
litið, en við væntum bjartra haustdaga með bleiku laufi
í friðsælli kyrrð. Q,
F R E Y R
379