Freyr - 01.10.1972, Page 24
SIGURJÓN J. BLÁFELD:
NÆRINGARGILDI
OG EFNAINNIHALD
TÖÐUNNAR 1971
1. Fyrri rannsóknir
Síðastliðin fimm ár hefur Rannsóknastofn-
un landbúnaðarins í samvinnu við Búnað-
arfélag íslands, annazt skipulagðar rann-
sóknir á næringar- og efnainnihaldi í ís-
lenzkri töðu.
Haustið 1967 voru rúmlega 100 töðusýni
tekin til meðferðar víðsvegar að af landinu.
Síðan hafa árlega verið ákvörðuð um 20
töðusýni úr hverri sýslu landsins, sem hér-
aðsráðunautar hafa séð um töku á.
2. Rannsóknir töðusýna 1971
Söfnun töðusýnanna og upplýsingum um
þau var háttað svipað og undanfarin haust,
nema hvað ný eyðublöð voru tekin í notk-
un, til að auðvelda söfnun og úrvinnslu
gagna.
Viðunandi upplýsingar höfðu 396 sýni
sem tekin voru til uppgjörs. Að þessu sinni
voru öll töðusýnin af fullverkaðri töðu úr
hlöðum.
Fóðurgildi, prótein- og steinefnainnihald
töðunnar var ákvarðað hér við stofnunina,
ásamt greiningu í grastegundir. Tölva
Reiknistofnunar Háskólans var notuð við
útskrift og umreikninga á niðurstöðum
efnagreininga.
Búnaðarfélag íslands, héraðsráðunautar
og dýralæknar, fengu síðan niðurstöðurnar
til leiðbeininga.
Haldið var áfram með þá nýjung að til-
kynna prótein- og steinefni í grömmum í kg
heys, eins og byrjað var á síðastliðið haust.
3. Meltanleiki, fóðurgildi og prótein
í töðunni 1971
Meltanleiki og fóðurgildi töðunnar 1971 er
heldur lakara en árið 1970, en samt betra
en í meðalárferði.
Próteininnihald töðunnar er aftur á móti
það lægsta, sem mælst hefur síðan þessar
rannsóknir hófust.
Að meðaltali yfir landið var meltanleiki
töðunnar 64.7% og þarf því 1.89 kg í F.E.,
sem er um 6% meira en 1970. Meltanlegt
hráprótein er aðeins 77 g í kg heys.
Tafla I. sýnir fóðurgildi og efnainnihald
töðunnar í sýslum landsins ásamt notkun
tilbúins áburðar á hektara.
Úr Kjósarsýslu voru efnagreind 18 töðu-
sýni, sem höfðu að meðaltali 62.4% meltan-
leika, sem svarar til 1.97 kg af heyi í F.E.
Meltanlegt hráprótein var ákvarðað 77 g,
í kg heys. Taðan úr Kjósarsýslu er því að-
eins lakari en landsmeðaltalið hvað fóður-
gildi varðar, en próteinið er það sama.
Rannsóknir á töðu af Mið-Vesturlandi þ.
398
F R E Y R