Freyr - 01.10.1972, Qupperneq 29
í Eyjafjarðarsýslu og helzt svo á bilinu
milli 2.21—2.68 g um allt N-Austurland,
Austurland og Suður- og Suð-Yesturland.
Mestur er fosfórinn í þessum landshlut-
um í N-Þingeyjarsýslu og Árnessýslu með
2.68 í kg heys, en minnstur í V-Skaftafells-
sýslu og S-Múlasýslu með 2.21 og 2.32 g.
í Töflu III. er tekið saman meðalstein-
efnamagn í töðu árin 1968—1971 í einstök-
um sýslum landsins. Taflan sýnir vegið
meðaltal steinefna þessi ár í grömmum og
prósent í þurrefni.
Ekki er kalsíum í töðu eins breytilegt
og fosfór milli landshluta. Segja má, að
kalsíum sé á bilinu milli 3.0—3.5 í kg heys,
yfir allt landið, með meðaltalið 3.25 g.
Stór frávik frá þessu meðaltali hafa
Barðastrandasýslur með meðaltalið 4.65 g
kalsíum í kg heys, sem er um 1.40 g fyrir
ofan það. Fyrir neðan 3 g í kg heys eru
Mýrasýsla, S-Múlasýsla og ísafjarðarsýslur
með meðaltölin 2.79 g, 2.85 g og 2.86 g í kg
heys.
Eins og áður segir er töluvert minna af
magnesíum í heyjum nú í ár eða 1.69 g í kg
heys í stað 1.96 g í fyrra.
Aðeins tvær sýslur hafa meira magnes-
íum en 2.0 g í kg heys, það eru Borgar-
fjarðasýsla og Skagafjaðarsýsla. Minna en
1.6 g í kg heys hafa fimm sýslur: Rangár-
vallasýsla með 1.57 g, N-Múlasýsla 1.53 g,
A-Skaftafellssýsla 1.50 g, Strandasýsla 1.55
g og S-Múlasýsla 1.38 g í kg heys.
Frá einstökum bæjum komu töðusýni
með lítið magnesíuminnihald, voru þau að-
allega af Austur- og Suðaustur-landi.
Kalíum í töðu má telja afar jafnt yfir
landið. Flestar efnagreiningar eru frá 13.0
—14.5 g í kg heys, en landsmeðaltalið er
13.9 g í kg. Fjórar sýslur eru með nokkru
hærra meðaltal, frá 15.2—15.7 g í kg heys,
en þær eru: V-Húnavatnssýsla 15.7 g, N-
Þingeyjarsýsla 15.4 g og A-Húnavatnssýsla
og Strandasýsla með 15.2 g.
Fyrir neðan 13.0 g í kg heys eru A-
Skaftafellssýsla með 12.5 g kalíum í kg
heys og Kjósarsýsla 11.4 g.
Natríuminnihald töðunnar 1971 reyndist
að jafnaði 1.34 g í kg heys.
Aðeins ísafjarðarsýslur og Barðastranda-
sýslur hafa meira magn af natríum en 2.0
g í kg heys, en fimm sýslur hafa minna en
1.0 g í kg heys. Það eru Rangárvallasýsla
0.99 g í kg heys, N-Múlasýsla, S-Þingeyjar-
sýsla og A-Húnavatnssýsla með 0.94 g og
S-Múlasýsla lægst með 0.80 g í kg.
Taðan er natríumsnauð í mörgum sýslum
landsins og er því óhjákvæmilegt annað en
að bæta búfénu það upp á annan hátt t. d.
með matarsaltsgjöf.
5. Notkun tilbúins áburðar 1971
Eins og sést á töflu I. hefur meðalnotkun
tilbúins áburðar vorið 1971, verið 110
kg köfnunarefni (N) á hektara, 26 kg af
hreinum fosfór (P) og 37 kg af kalí (K),
sem er mjög svipað og var vorið 1970.
Þrjár sýslur bera á meira en 120 kg af
N/ha, það eru Snæfellsnessýsla og N-Þing-
eyjarsýsla með 121 kg N/ha og A-Skafta-
fellssýsla 125 kg N/ha. Tvær sýslur nota
minna en 100 kg N/ha. Eru það Kjósarsýsla
með 96 kg N/ha og A-Húnavatnssýsla með
98 kg N/ha.
Notkun fosfóráburðar er frá 19—32 kg
P/ha eða um 100—160 kg af þrífosfatá-
burði.
Mest er borið á af fosfóráburði í A-
Skaftafellssýslu 32 kg P/ha, Dalasýslu og
N-Þingeyjarsýslu 31 kg P/ha og Árnes-
sýslu 29 kg P/ha.
Minnst er notkunin af fosfór í Eyjafjarð-
arsýslu og S-Þingeyjarsýslu með 19 kg
P/ha.
Af kalíáburði er borið á að jafnaði 26—
50 kg K/ha, sem svarar til 52—100 kg af
60% kalíáburði.
Aðeins tvær sýslur nota upp í 50 kg K/ha
að meðaltali, en það eru Mýrasýsla og
Strandasýsla. Þrjár sýslur nota minna en
30 kg K/ha og eru það A-Húnavatnssýsla
og A-Skaftafellssýsla með 26 kg K/ha og
S-Þingeyjarsýsla með 28 kg K/ha.
F R E Y R
403