Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.1972, Side 44

Freyr - 01.10.1972, Side 44
af fyrirhyggju og árvekni og var heimili þeirra framan af búskaparárunum eitt hið fjölmennasta í sýslunni og heimilisfólk þá um eða yfir tuttugu. Umgengni öll var myndarleg á heimilinu og reglusemi í hví- vetna og stjórn þess í fullu lagi og áttu þau hjón sinn hlut að því. Sigurður gegndi mörgum störfum utan heimilis síns. í stjórn Kaupfélags Austur-Skaftfellinga var hann frá stofnun þess 1919, fimm tugi ára. Hann var einn af stofnendum félagsins og forgöngumönnunum og ein hin styrkasta stoð þess bæði í byr og andbyr, hvort sem á reyndi fjárhagslega eða á annan hátt. Hann var formaður félagsstjórnar eftir að Þorleifur alþingismaður á Hólum lét af formennsku 1949, en hafði áður verið vara- formaður. Þótt stjórnarmenn félagsins allir væru hinir áhugamestu og fórnfúsir í störf- um í þágu þess, var hlutur Sigurðar jafnan mikill, hugur hans einlægur og hiklaus og úrræði hans jafnan slík, að þeim var gæfu- samlegt að fylgja. Á starfstíma Sigurðar var önnur almenn félagsstarfsemi í héraðinu, sem hann lét sér annt um og var formaður fyrir frá stofnun þess í 25 ár. Það var Menningar- félag Austur-Skaftfellinga. Starf þessa fé- lags var hliðstætt kaupfélaginu og hafði án efa mikilvæg áhrif á aðstöðu og afskipti héraðsbúa til kaupfélagsstarfseminnar og hug manna til hennar. Sigurður naut trausts og tiltrúar í ríkum mæli, fyrst og fremst sveitunga sinna og sýslubúa, þannig gegndi hann hreppsnefnd- arstörfum nærri fjörutíu ár, skólanefndar í aldarfjórðung, formennsku í Búnaðarfé- lagi sveitarinnar í þrjátíu ár, var skatta- nefndarmaður í áratugi og sýslunefndar- maður um skeið. Hann sat á Búnaðarþingi 1938—1954 og var þar flutningsmaður 1941 að tillögu um byggingu Bændahallarinnar. Hann var og fasteignamatsmaður frá 1916 og í Kreppulánasjóðsnefnd sýslunnar á meðan hún starfaði. Búnaðarfélag íslands veitti honum heið- ursverðlaun fyrir „frábær afrek í þágu landbúnaðarins“ og gerði hann að heiðurs- félaga sínum 1965 og Skaftfellingafélagið einnig 1941. Hann var sæmdur riddara- krossi Fálkaorðunnar 1961, og hlaut verð- laun úr skógræktarsjóði Friðriks konungs VIII, er hann stofnaði við komu sína til landsins 1907. Á seinni árum sinnti Sigurður ritstörfum töluvert, og hafa birzt í tímaritinu „Heima er bezt“ margir frásöguþættir af ýmsum atburðum á ævi hans, ferðalýsingar og sagnir um samtíðarmenn hans og málefni. Er þetta allt skemmtilegt og fræðandi efni, og ber ekki ellimörk á sér, þótt flest þetta sé ritað eftir að aldur hans var orðinn hár og andlegt og líkamlegt þrek tekið að láta undan. Sigurður var sístarfandi og fyrirhyggju- maður, hvort sem var í þágu heimilis hans og fjölskyldu eða þess, er hann hafði að sér tekið. Að sjálfsögðu var heimilið og forsjá þess sem hæst bar í huga hans, enda þurfti svo stór búrekstur, sem hann hafði, mikillar forsjár við á öllum tímum ársins, en eins og sagt hefur verið voru störf hans mörg og mikil utan heimilisins og þeim sinnti hann af áhuga og starfsgleði. Jón ívarsson. 418 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.