Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.1972, Side 45

Freyr - 01.10.1972, Side 45
STOFNFUNDUR BÚNAÐAR- OG GARÐYRKJUKENNARA- FÉLAGS ÍSLANDS Á níutíu ára afmæli Bændaskólans á Hól- um, 14. maí 1972, komu saman að Hólum skólastjórar og allmargir af kennurum bændaskólanna á Hvanneyri og Hólum og Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölf- usi, og stofnuðu Búnaðar- og garðyrkju- kennarafélag íslands. Hlutverk þess á að vera að efla samstarf milli starfsmanna þessara stofnana og vera málsvari þeirra út á við. í stjórn voru kjörnir: Guðmundur Jónsson, Hvanneyri, Grétar Unnsteinsson, Garðyrkjuskóla ríkisins, Magnús Óskarsson, Hvanneyri, og til vara Haraldur Árnason, Hólum. Á stofnfundi voru rædd fræðslumál bændastéttar og garðyrkjumanna. Meðal annars var gerð eftirfarandi ályktun: „Fundur í Búnaðar- og garðyrkju- kennarafélagi íslands, haldinn á Hól- um, 14. maí 1972, skorar á stjórnvöld að efla rannsóknarstarfsemi í land- búnaði og garðyrkju við Bændaskól- ana á Hvanneyri og Hólum og Garð- yrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölf- usi. Fundurinn bendir á, að framfarir og breytingar eru afar örar í þessum greinum. Skólunum ber að hafa þar nokkurt frumkvæði og stuðla að því, að starfsmenn skólanna hagnýti betur þœr framfarir, sem verða, með því að gefa þeim kost á að vinna að rann- sóknastörfum. Á skólasetrunum er fyrir hendi aðstaða, sem nýta má og nýta ber til þessara verkefna.“ (Fréttatilkynning frá BúnaSar- og garðyrkjufélagi fslands). Hvanneyri, 19. maí 1972. Guðmundur Jónsson. ATHUGASEMD - LEIDRÉTTING ÁriS 1967 birti Freyr grein eftir mig um sauðfjórrœkt (nr. 22, bls. 440—442). Greinin hefur orðiS fyrir smávœgilegum breytingum til hins verra eftir aS hún fór frá mér til pentunar. Ég hafSi ekki kaflafyrirsagnir, en þeim hefur svo veriS smeygt í greinina, og var ein þeirra sett á rangan staS — miðaS við efniS. Fyrirsögn þessi var: BYGG- ING FJÁRINS. Svo hefur fallið niður úr málsgrein, er var prentuS þannig: „— þar sem miSað er að mestu viS vissar aðstœður." En rétt var hún þannig: „— sem miSaS er aS mestu viS stœrS og þyngd, þó sá mœlikvarSi eigi kannski víða viS, bregSur efalaust út af því við vissar aðstœður." Ég hef ekki hirt um aS koma þessum leiSréttingum á framfœri fyrr en nú, er það einkennilega fyrirbrigði gerist, aS byrjun sömu greinar kom nú 1972, í ágústblaði Freys, og er nafn Jóns KonráSssonar undir greininni, og þannig frá gengiS eins og hún sé frumsamin af honum! — Ari Björnsson. ÞaS er rétt, aS umrœdd mistök hafa orSiS af ástœSum, sem meS öllu eru óskiljanlegar, einnig jsetta meS höfundarheitiS. Eru allir aSiljar hér með beSnir velvirSingar á umrœddum mistökum. — Ritstj. F R E Y R 419

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.