Freyr - 01.10.1972, Qupperneq 30
SPENADÝFA OG JÚGURÞVOTTALÖGUR
Joðofór blandað i lanolin er áhrifarikt gegn bakterium, sem valda
júgurbólgu og því heppilegt til daglegrar notkunar í baráttunni
gegn júgurbólgu, sem vörn gegn skinnþurrki og til hjálpar við
lækningu sára og fleiðra á spenum.
NOTKUNARREGLUR
Til spenadýfu. Útbúið lausn, sem samanstendur af Orbisan að
1 hluta og vatni að 3 hlutum. Fyllið plastglasið að % og dýfið
spenunum í strax eftir að hver kýr hefur verið mjólkuð og munið
að bæta nægilega ört í glasið.
Til júgurþvotta. Útbúið lausn, sem samanstendur af 30 g (ca.
tvær matskeiðar) af Orbisan og 12 lítrum vatns, og þvoið júgur
og spena kýrinnar fyrir mjaltir úr þessari lausn, en við ráðleggj-
um eindregið notkun sérstaks klúts fyrir hverja kú eða notkun
einnota pappirsþurrku.
Til sérstaks þvottar spenahylkja. Útbúið lausn, sem samanstend-
ur af 30 g (ca. tvær matskeiðar) af Orbisan og 12 lítrum vatns.
Dýfið spenahylkjunum í lausnina og hristið þau í lausninni í a.
m.k. 30 sekúndur, áður en þér mjólkið hverja kú.
ÖRYGGI
Orbisan spenadýfa og júgurþvottalögur er viðurkennt af hinu op-
inbera eftirliti með sóttvarnarefnum í Bretlandi. Engrar sérstakr-
ar varúðar er þörf fyrir þá, sem með efnið fara. Svo framarlega
sem þetta joðefni er blandað með vatni samkvæmt fyrirmælum
og borið á spena mjólkurkúa strax að mjöltum loknum, er notkun
þess til júgurbólguvarna algerlega hættulaus fyrir mjólkurneyt-
endur.
Beecham Animal Health products
MANOR ROYAL, CRAWLEY, SUSSEX, ENGLAND
UMBOÐSMAÐUR: G. ÓLAFSSON H.F., REYKJAVlK
404
F R E Y R