Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1972, Blaðsíða 27

Freyr - 01.10.1972, Blaðsíða 27
altali eða 70 g í kg heys í A-Skaftafells- sýslu, en aðeins 66 g í V-Skaftafellssýslu. í A-Skaftafellssýslu er 4 g minna prótein í kg heys en 1970, og 21 g minna í V- Skaftafellssýslu. V-Skaftafellssýsla hefur að jafnaði lægst prótein í kg heys af sýsl- um landsins. Hjá Rannsóknarstofnunni var gerð at- hugun á þriggja ára niðurstöðum töðuefna- greininga úr A-Skaftafellssýslu. Borið var saman fóðurgildi og efnainnihald töðu af sandatúnum við töðu af túnum með öðrum j ar ðvegsgerðum. Það kom fram, að óraunhæfur munur er á fóðurgildi sandtúna og annarra túna, en hins vegar raunhæfur munur á próteini og steinefnainnihaldi þeirra. Háraunhæfur munur (99.9%), fannst á próteini, fosfór (P), magnesíum (Mg) og natríum (Na), en í 99.0% tilvika á kalíum (K) og 95% tilvika á kalsíum (Ca). Þetta er því frekari staðfesting þess, sem e. t. v. var vitað áður, að taðan af söndum hefur sama fóðurgildi, en minna prótein og steinefnainnihald en taða af öðrum túnum. Rannsökuð voru 20 töðusýni úr Rangár- vallasýslu. Meltanleiki þeirra var aðeins 60.1% og fóðurgildi 2.09 kg í F.E. Fóður- gildi töðunnar er því 10% undir landsmeð- altali og rúmlega 16% lægra en á síðasta ári. Meltanlegt prótein í Rangárvallasýslu er talsvert undir meðallagi með 69 g í kg heys, en 1970 var það 95 g í kg. Tuttugu og eitt töðusýni barst úr Árnes- sýslu. Meltanleiki þeirra var að meðaltali 62.0% með fóðurgildið 1.99 kg í F.E., sem er lakara en meðaltaða í ár. Taðan 1970 hafði 1.84 kg í F.E. og þarf því um 8% meira af töðu í F.E. en 1970. Meltanlegt prótein er örlítið neðan við það sem er í meðaltöðu, eða 75 g í kg heys, sem er 11 g minna en síðastliðið ár. Mest fóðurgildi hafði taðan úr Stranda- sýslu 1971, og þurfti aðeins 1.67 kg af henni í F.E. en minnst í Rangárvallasýslu með 2.09 kg í F.E. Eins og áður segir er mest meltanlegt prótein í töðunni úr Strandasýslu eða 91 g í kg heys, en minnst í V-Skaftafellssýslu. Þessar sýslur eru með betri töðu en 1.8 kg í F.E.: Barðastrandasýslur, ísafjarðarsýsl- ur, Strandasýsla, N-Þingeyjarsýsla og S- Múlasýsla. Meltanlegt prótein, yfir 90 g í kg, var aðeins í tveimur sýslum, Strandasýslu og A-Húnavatnssýslu. Þrjár sýslur höfðu inn- an við 70 g meltanlegt prótein í kg heys. Það voru V-Skaftafellssýsla (66 g), og S- Múlasýsla (68 g) og Rangárvallasýsla (69 g). Mest meltanlegt prótein í sýni var í ísafjarðarsýslum 141 g, minnst í Dalasýslu 29 g. 4. Steinefni töðunnar 1971 Við samanburð steinefnaákvarðana í töðu við 1970 sést, að fosfór- og kalsíum- innihald hennar hefur aukizt, en magnes- íum, kalíum og natríum minnkað. Fosfór- og kalsíum aukningin er um 5%, en lækkunin á magnesíum 14% kalíum 3— 4% og natríum 23%. Tafla II. sýnir breytingar á steinefnainni- haldi töðu árin 1968—1971, tjáð sem g í kg heys og prósent í þurrefni. Meðalsteinefnainnihald töðunnar 1971 kemur út með fosfór og kalsíum yfir með- altal þessara ára, en magnesíum, kalíum og natríum undir. Fosfórmagn í töðu 1971 er afar breytilegt eftir landshlutum og jafnvel sýslum. Að meðaltali yfir landið er 2.69 g fosfórs í kg heys. Af Mið-Vesturlandi er fosfórmagn í töðu frá 2.75—2.87 g í kg heys, mest á Snæfells- nesi, en minnst í Dalasýslu. í Barðastrandasýslum vex fosfórinn upp í rúm 3.0 g í kg heys og helzt þannig um Vestfirði og Húnavatnssýslur, en lækkar nokkuð í Skagafj arðarsýslu. Mestur er fosfórinn á þessu svæði í A- Húnavatnssýslu með 3.17 g í kg heys, og er það einnig hæsta meðaltal í sýslu. Fosfórinn fellur niður í 2.39 g í kg heys F R E Y R 401

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.