Freyr - 01.10.1972, Síða 31
Hgr á beit
Tilraunir og rannsóknir hafa verið gerðar
til þess að komast að raun um hvernig
fyrirhöfn kúnna gefur árangur á beit.
Mælingar hafa leitt í ljós, að þegar kýrin
er að bítur hún 50 sinnum á mínútu og
hver tugga vegur 2—5 grömm, að sjálf-
sögðu breytileg eftir grasmagni. Það segir
sig sjálft, að það er því ekki lítið dagsverk,
sem kýrin verður að leggja af mörkum
þegar hún safnar 50—70 kg á dag í vömb
sína. Sé grasið lítið verður hún að lengja
vinnudaginn til þess að safna fyrir þörfum,
en sé beitin léleg fær hún sjálfsagt oft
minna en 2 grömm í hverri tuggu.
Athuganir hafa hinsvegar leitt í ljós, að
kýrin hefur litla tilhneigingu til að lengja
beitartímann fram yfir 8 stundir á dag og
sé beitin léleg er auðskilið, að hámjólka
kýr fær alls ekki nægju sína á beitinni,
og má segja að þetta gerist ekki, hversu
góð sem beitin er. Það er því auðskilið
atriði, að gæta ber þess vandlega, svo að
sumri sem vetri, að kýrnar fái næga nær-
ingu, jafnvel þótt beitarskilyrði séu sæmi-
leg, hvað þá ef þau eru lakleg, eins og
einatt gerist þar sem gripir ganga snöltr-
andi á lélegum úthögum.
Veðurfarið hefur mikil áhrif á beitina.
Þegar kýrnar ganga úti að nóttunni hefur
það sýnt sig við athuganir, að um það bil
40% af fóðrinu á beit nasla kýrnar í sig
yfir nóttina (12 stundir) en 60% á hinum
helmingi sólarhringsins. Á köflum, bæði að
nóttu og degi, þarf kýrin að hvíla sig og
jórtra það, sem í vömbina hefur verið
safnað.
F R E Y R
405