Freyr - 01.10.1972, Side 38
Tafla 1.
Stuðlar, sem sýna, hve mörg kg kjöts jafngilda einu stigi í
einkunn, eftir því hvaða ærhóp er um að ræða.
HÖFUNDUR
Ær með S.A. 1966 H. P. & S.Sch. Th. 1971 S.H. 1972
einn hrút 1.27 kg 1.27 kg
eina gimbur 1.08 — 1.03 —*) . .
einlembing1) (1.18 kg) (1.15 kg) 1.18 kg
tvo hrúta 2.25 kg 2.25 kg . .
hrút og gimbur 1.98 — 1.98 — . .
tvær gimbrar 1.79 — 1.79 —
tvö lömb2) (2.01 kg) (2.01 kg) 1.98 kg3
1) Svigatölur sýna óvegið meðaltal af einlembum.
2) Svigatölur sýna óvegið meðaltal af tvílembum.
3) S'ama tala og fyrir tvílembu með hrút og gimbur.
*) Hér hefur annaðhvort verið notaður afbrigðilegur stuðull eða um
prentvillu í greininni er að ræða.
verið jákvæðir eða neikvæðir. í yfirburði
ærinnar í kg kjöts er deilt fastastuðli, sem
er sinn fyrir hvern ærhóp.
Útkoman úr þessari deilingu er lögð við
töluna 5, og þar með er einkunn ærinnar
komin. Við jákvæða yfirburði verður ein-
kunnin hærri en 5 og getur hæst orðið 10.
Við neikvæða yfirburði, þ. e. fyrir ær, sem
skila minna kjöti en meðalær í hópnum,
verður einkunnin lægri en 5 og getur lægst
orðið 0.
Það kemur í ljós við nánari athugun á
greinum þeirra Sveins og Halldórs og
Stefáns, að þeir nota sömu fastastuðla í
einkunnagjöfunni og ég notaði fyrst, eins
og sést á töflu 1, en þeir stuðlar voru fundn-
ir við bráðabirgðaútreikninga á gögnum
frá Hestsbúinu frá árunum 1953—1959.
Ástæðan til þess að ég nota ekki ofan-
nefnda fastastuðla lengur er sú, að við
beitingu á þeim við einkunnagjöf 5734 áa
á Skriðuklaustri, sem skiluðu arði á árun-
um 1954—1965, reyndust þeir gefa um 11%
meiri dreifingu í einkunn heldur en ráð
hafði verið gert fyrir. Frá þessu var greint
í áðurnefndu erindi mínu sumarið 1966.
* * *
Tilefni þessarar athugasemdar er eingöngu
það að láta koma skýrt fram, hvaðan hug-
myndin að þessu einkunnakerfi og formúl-
an fyrir því er komin.
Þetta atriði skiptir nokkru máli, því að
þessu kerfi hefur hvergi verið beitt er-
lendis við mat á afurðasemi sauðfjár, og
berizt það héðan til annarra landa, sem
vel gæti skeð, er nauðsynlegt að hafa allt
á hreinu um uppruna þess.
Reykjavík, 2. júlí, 1972.
Ste{án Adalsteinsson,
deildarstj óri búf j árræktardeildar
Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins
412
F R I ¥ R