Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1972, Blaðsíða 34

Freyr - 01.10.1972, Blaðsíða 34
BÚNAÐAKSAMBANDS EYJAFJAKÐAR yfir starfsemina 1971 og árangur hennar Það má nær einstakt telja, að Búnaðarsamböndin sendi FREY skýrslur eða fréttir af starfsemi sinni. Það gerir Búnaðarsamband Eyjafjarðar þó árlega. f skýrslu þessa árs greinir frá aðalfundi 1972 og svo eru þar skýrslur ráðunautanna fyrir liðið ár. í sambandinu eru 12 félög. Ráðunautar eru þar þrír. Nautgriparæktarsambandið er þar alls ekki með né ráðunautar þess. Það er þar „ríki í ríkinu“, sem þó er til umræðu á aðalfundum að fella að starfsemi Búnaðarsambandsins, sem ekki virðist ó- eðlilegt því að sjálfsagt telst sú grein til búskapar, sem varðar ræktun nautpenings. Af samþykktum aðalfundar má nefna: Samhljóða var samþykkt að stuðla beri að því að fyrirhugaður hálendisvegur milli byggða um Sprengisand verði Iagður niður í Eyjafjörð. Samþykkt var að gerð skuli könnun á að koma á vinnuaðstoð á sveitabýlum á sambandssvæðinu, og jafnframt að lög verði sett um þessi efni. Samþykkt voru mótmæli gegn því ákvæði I Framleiðsluráðslögum þeim, er fyrir Alþingi liggja og gera ráð fyrir skatti á innflutt kjarnfóður, en þetta atriði í frumvarpinu var mótað með tilliti til þess að afla þannig fjár til einskonar stofn- sjóðsmyndunar, er aukið geti öryggi um iðnaðar- og viðskiptaþátt búvöruframleiðslunnar. Samþykkt var og studd ályktun síðasta Búnað- arþings, er andmælir þeirri stefnu, að afréttarlönd og hálendið verði þjóðnýtt og því dregið úr hönd- um bænda, þeirrar stéttar, sem um allar aldir hefur haft umráð þess. Samþykkt voru mótmæli gegn stækkun Hótel Sögu, en lagt var til að leitað yrði álits bænda almennt um þetta efni. Samþykkt var að skora á landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir stórauknum lánveitingum jarða- kaupa. Ýmsar fleiri samþykktir voru gerðar, er varða sjálft sambandið sérstaklega svo og starfsemi þess. Formaður sambandsins er ÁRMANN DALMANNS- SON, endurkjörinn. * * * ÚR SKðRSLUM STJÓRNAR og ráðunauta er m. a. að segja þetta: Árgjald til Búnaðarsambandsins er nú kr. 1.000 á hvern fullgildan meðlim í búnaðarfélagi. Efnt er til hraðþurrkunar á grasi og grænfóðri í tilraunaskyni og til þess keyptur færanlegur þurrkunarbúnaður frá Danmörk. Er til þess veitt Ián frá Stéttarsambandi bænda. Umrædd verk- smiðja er nú í fullum gangi og framleiðir gras- kökur. f fullum gangi er og kemur til útgáfu á þessu ári, Byggðasaga Eyjafjarðar. Jarðræktarframkvæmdir voru á flestum sviðum talsvert umfangsmeiri árið 1971 en árið áður. Þó voru grænfóðurakrar talsvert minni síðara árið. Byggingaframkvæmdir voru miklu meiri 1971 en árið áður. Rannsóknarstofa Norðurlands hefur flutt í nýtt og bætt húsnæði og hefur afkastað meiri efna- greiningum á jarðvegssýnum og heysýnum en áður. Efnagreiningar á töða hafa sýnt óverulegar sveiflur í fóðurgildi á árunum 1968—1971, eða frá 1,77—1,87 kg af heyi i fóðureiningu að meðaltali. Hinsvegar hefur próteinmagn töðunnar farið minnkandi úr 19,6 í 13,4% í þurrefninu á sama tíma, sem stafar líklega af minnkandi notkun N-áburðar. Fjöldi búfjár á sambandssvæðinu hefur ekki aukizt síðan 1967 nema ungviði nautpenings, sem var meira en þriðjungi fleira á síðasta vetri en 1967. Hinsvegar var fóðurfengur ársins 1971 meiri en nokkru sinni fyrr. Sauðfjárræktarfélög voru starfandi 8 með um 2600 ær. Meðaltölur framleidds kjöts eftir ána var 23.3 kg en meðallambafjöldi eftir ána var 1,53. Eru þetta ögn Iægri tölur en árið áður, þá var meðal- talið 159 Iömb eftir 100 ær og kjötþungi eftir ána 24.4 kg. Allmargir einstaklingar fengu 27—30 kg lambakjöt eftir ána, einkum þeir, sem höfðu fátt fé. Eftirtektarverður er árangurinn í Fagrabæ þar sem hjá 3 bændum voru 302 ær á skýrslu er gáfu af sér 27,8 kg af kjöti að meðaltali hver. Um árangur af annarri starfsemi búfjárræktar á sambandssvæðinu er ekkert að finna í skýrsl- unni, enda cru hlutverk ráðunauta þess sjálfsagt ekki við þær greinar tengd. Verkfæraráðunauturinn sér um rekstur vélaverk- stæðis sambandsins og ferðast nm starfssvæðið til þess að kanna ástand vélakosts bændanna og leið- beina þeim. Heildarvelta verkstæðisins var á árinu um 754 milljón krónur. Á verksviði ráðunautarins er nú umfangsmikið viðbótarhlutverk þar sem er önn við starfrækslu hinnar nýju TÁRUP-hrað- þurrkunarverksmiðju, sem rekin er I tilraunaskyni í sumar, og ef til vill framvegis, og framleiðir graskökur. Gras eða grænfóður er bakað og pressað í vélasamstæðu þessari rétt eins og þegar kona bakar brauð. 408 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.