Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1972, Blaðsíða 17

Freyr - 01.10.1972, Blaðsíða 17
Gunnar Guðbjartsson skýrði frá því, að skipuð hefði verið nefnd til að athuga þetta mál og eðlilegt væri að bíða álits þeirrar nefndar með að gera ákveðna til- lögu um þetta efni. Ingi Tryggvason tók í sama streng. Síðan var afgreiðslu tillögunnar frestað og tekið matarhlé. Að loknum kvöldverði hófst fundur að nýju. Fundarstjóri skýrði frá því, að verð- lagsnefnd hefði að fengnum þeim upplýs- ingum, sem fram komu við umræðurnar, tekið aftur tillögu þá, sem frestað var áður. 14. Tillögur fjárhagsnefndar. Grímur Arnórsson var framsögumaður nefndarinnar og gerði grein fyrir tillögum hennar. „Nefndin leggur til, að reikningar Stéttarsambands- ins fyrir árið 1971 verði samþykktir eins og þeir hafa verið lagðir fyrir fundinn." Samþykkt samhljóða. „Nefndin leggur til, að dagpeningar fulltrúa á að- alfundi verði kr. 1.500,00 á dag.“ Samþykkt samhljóða. „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1972 telur eðlilegast, að þóknun til stjórnarmanna og fram- kvæmdastjóra Stéttarsambandsins breytist í sam- ræmi við almennar launabreytingar. Samþykkt samhljóða. „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1972 sam- þykkir að veita kvikmyndanefnd Árnes- og Rang- árvallasýslna styrk, að upphæð kr. 150 þúsund til töku heimildarkvikmyndar um atvinnuþróun á Suðurlandi." Ingimundur Ásgeirsson taldi, að heimild- arkvikmyndin þyrfti að ná til fleiri lands- hluta en Suðurlands. Síðan var tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með samhljóða atkvæðum. 15. Ávarp formanns Búnaðarfélags Islands. Ásgeir Bjarnason tók til máls. Þakkaði hann, að honum var boðið á þennan fund, þar sern rædd eru vandamál bændastéttar- innar. Kvaðst hann sérstaklega vilja minna á eitt þeirra, en það var kynslóðaskiptin í búskapnum, þegar gamlir bændur hætta, en ungir taka við. Er þá oft við fjárhags- lega örðugleika að eiga og þarf að gera mikið átak til að greiða götu þeirra, sem vilja hefja búskap. Ræðumaður óskaði síðan Stéttarsam- bandi bænda allra heilla og góðrar starf- semi og jafnframt bændastéttinni allri. 16. Tillögur fjárhagsnefndar. Grímur Arnórsson lýsti áliti fjárhagsnefnd- ar um fjárhagsáætlun Stéttarsambandsins árið 1973. Lagði nefndin til, að ályktunin, sem stjórn stéttarsambandsins lagði fyrir fundinn, yrði samþykkt með þeim breyt- ingum einum, sem stafa af þeim tillögum, sem fjárhagsnefnd hefur gert og fundurinn samþykkt. Er áætlunin á þessa leið: Fjárhagsáætlun Stéttarsambands bænda fyrir árið 1973. TEKJUR: 1. Frá Búnaðarmálasjóði ........... kr.7.300.000,00 2. Vextir af sparifé og skuldabr. — 800.000,00 3. Vextir af skuldabr. (Bændah.) — 1.400.000,00 kr. 9.500.000 00 GJÖLD: 1. Stjórnarlaun og endurskoðun .. kr. 550.000,00 2. Ferða- og dvalark. stjórnar .. — 500.000,00 3. Framkvæmdastjóri .............. — 150.000,00 4. Erindreki, laun og ferðakostn. — 600.000,00 5. Aðalfundur: dagpen., ferðak. fæði og gisting ............. — 1.100.000 00 6. Þátttaka í kostn. v/blaðafulltr. — 120.000,00 7. Þátttaka í útgáfukostnaði Freys — 150.000,00 8. Kostnaður við N.B.C............ — 150.000,00 9. Árgjald til I.F.A.P............ — 60.000,00 10. Skýrslugerðir og nefndastörf .. — 350.000,00 11. Skrifstofukostnaður .......... — 200.000,00 12. Húsaleiga, Ijós og hiti ...... — 90.000 00 13. Lögfræðileg aðstoð ........... — 30.000,00 14. Framlag í byggingasjóð ....... — 500.000,00 15. Framlag í tryggingasjóð ...... — 1.500.000,00 16. Óviss útgjöld ................ — 300.000,00 17. Til kvikmyndagerðar .......... — 150.000,00 18. Mismunur ..................... — 3.000.000,00 kr. 9.500.000 00 391 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.