Freyr - 01.10.1972, Qupperneq 13
Til fjárhagsnefndar var ennfremur vísað:
Tillögu frá Skildi Eiríkssyni, Hermóði Guð-
mundssyni og Sveini Jónssyni um stofn-
fjármagn bænda í Bændahöllinni.
8. Verðstöðvunartillögur
ríkisst j ómarinnar.
Formaður stéttarsambandsins, Gunnar
Guðbjartsson, gerði grein fyrir tillögum
ríkisstjórnarinnar um verðstöðvun og
framkvæmd hennar samkvæmt því, sem
honum var afhent sem trúnaðarmál til at-
hugunar og umsagnar á fundinum. Ræddi
hann einkum þær aðgerðir, sem sneru að
bændum. Hermóður Guðmundsson mæltist
til þess, að því yrði beint til ríkisstjórnar-
innar, að hún gæfi ekki út bráðabirgðalög
um verðstöðvun fyrr en stéttarsambands-
fundurinn hefði fjallað um tillögur hennar.
Benedikt Guðmundsson tók undir orð
Hermóðs og sömuleiðis Sigurður Jónsson,
sem taldi torvelt fyrir bændur að fallast á
verðstöðvun, ef tekjur þeirra yrðu ekki í
betra samræmi við tekjur viðmiðunarstétt-
anna en verið hefði.
Gunnar Guðbjartsson sagði, að verð-
stöðvunarmálið mundi fá formlega af-
greiðslu fyrst í verðlagsnefnd, en síðan á
fundinum, en ríkisstjórnin óskaði að þess-
ari afgreiðslu yrði hraðað. Mæltist hann
til þess, að málið yrði afgreitt á kvöldfundi
þennan sama dag.
Síðan var málinu vísað til allsherjar-
nefndar.
Þá var fundi frestað til kvölds, en nefndir
tóku til starfa.
Klukkan 17 komu fundarmenn til kaffi-
boðs í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu
í boði landbúnaðarráðherra. Ráðherrann
bauð menn velkomna, en að veitingum
loknum þakkaði formaður stéttarsam-
bandsins af hálfu fundarmanna og óskaði
ráðherranum góðs gengis í störfum hans.
Klukkan 21 hófst fundur að nýju. Tekið
var fyrir.
9. TiIIaga verðlagsnefndar um verðstöðvim
og frestun á gerð verðlagsgrundvallar.
Sigurður Jónsson lýsti tillögu nefndarinn-
ar, en hún var á þessa leið:
„Vegna tilmæla ríkisstjórnarinnar um írestun á
gerð verðlagsgrundvallar vill aðalfundur Stéttar-
sambands bænda 10.7. 1972 taka fram eftirfarandi:
í stjórnarsáttmálanum var því heitið, „að kjör
bænda yrðu sambærileg við launakjör annarra
vinnandi stétta." Þótt nokkuð hafi miðað í rétta átt,
skortir verulega á að fullu jafnrétti sé náð. En með
tilliti til þeirrar nauðsynjar, sem talin er vera á
því að stöðva kapphlaupið á milli kaupgjalds og
verðlags, lætur aðalfundurinn óátalið, þótt gerð
nýs verðlagsgrundvallar sé frestað fram til næstu
áramóta, enda verði bændum tryggt það verðlag,
sem felst í framreiknuðum verðlagsgrundvelli,
samkvæmt gildandi reglum miðað við 1. septem-
ber n. k.
Fundurinn áskilur bændum allan rétt til að
krefjast leiðréttinga á grundvelliniun um næstu
áramót."
Lárus Sigurðsson tók til máls og benti
á, að hækkaður sláturkostnaður á næsta
hausti mundi lenda á bændum vegna verð-
stöðvunar, ef ekki væri gegn því hamlað.
Gunnar Guðbjartsson sagði, að hækkun
sláturkostnaðar hefði verið í athugun í
viðræðum við ríkisstjórnina og gera yrði
ráð fyrir, að þetta atriði yrði ekki látið
valda lækkun á afurðaverði miðað við gild-
andi verðlagsgrundvöll.
Tillagan var borin undir atkvæði og sam-
þykkt með samhljóða atkvæðum.
Fundi frestað til næsta dags.
Miðvikudaginn 11. júlí hófst fundur kl.
13.30. Komu þá mál frá nefndum. Þá var
kominn á fund Ásgeir Bjarnason, form.
Búnaðarfélags íslands.
10. Tillögur laganefndar.
Framsögumaður var Össur Guðbjartsson
og lýsti hann tillögu nefndarinnar um
frumvarp til laga um orlof bænda. Hún
var þannig:
„Aðalfundur Stéttarsambands bænda mælir með
samþykkt frumvarps til laga um orlof bænda, sem
samið var á síðasta vetri. Fundurinn telur þó rétt,
F R E Y R
387