Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1972, Blaðsíða 16

Freyr - 01.10.1972, Blaðsíða 16
markað, en hefði ekkert verið á undan- förnum árum. Hefði þetta staðið í vegi fyrir því að koma dilkakjötinu á Banda- ríkjamarkað og jafnhliða hefði útflutning- ur farið minnkandi. Gerði hann síðan grein fyrir ýmsu, sem unnið hefði verið til að afla markaða fyrir kjöt og fleiri bú- vörur. Skjöldur Eiríksson ræddi um gæði ís- lenzka dilkakjötsins og mælti með tillög- unni. Vilhjálmur Hjálmarsson gerði nokkrar athugasemdir við einstök atriði í framsögu- ræðu Sveins Jónssonar og óskaði skýringa á sumum þeirra. Jósep Rósinkarsson ræddi um markaðs- málin og endurbyggingu sláturhúsa. Sæmundur Friðriksson skýrði frá athug- unum á sölu íslenzks lambakjöts erlendis. Benti hann í því sambandi á að íslenzka kjötið væri misjafnara en dilkakjöt frá öðrum löndum t. d. Nýja-Sjálandi. Gunnar Guðbjartsson skýrði frá sölu ís- lenzks dilkakjöts erlendis og bar saman markaðsverð á árunum 1970—’71 og ræddi um ástand og horfur í þessum málum og um útflutning búvara yfirleitt. Lagði hann áherzlu á að nauðsynlegt væri að efla vöru- vöndun til að komast inn á erlenda mark- aði. Enn talaði Sveinn Jónsson og Vil- hjálmur Hjálmarsson, sem lagði fram breytingartillögu við tillögu nefndarinnar. Tillaga Vilhjálms var á þessa leið: Tillagan orðist svo: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1972 áréttar fyrri samþykktir um öfluga markaðsleit fyrir ís- lenzka dilkakjötið og aðrar útflutningsvörur land- búnaðarins. Fundurinn skorar á ríkisstjórnina að tryggja fjármagn til fyllstu aðgerða í vörukynningu og markaðsleit vegna landbúnaðarframleiðslunnar. Fundurinn ítrekar samþykkt síðasta aðalfundar um heimild fyrir stjórn Stéttarsambandsins til að verja fé í þessu skyni.“ Þegar hér var komið, var gert hlé á umræðum, en fundarmenn flestir fóru í skoðunarferð í áburðarverksmiðjuna í Gufunesi. Hjálmar Finnsson, framkvæmda- stjóri verksmiðjunnar tók á móti fundar- mönnum og bauð þá velkomna. Þágu menn þar kaffiveitingar, en að því loknu gengu þeir um nýbyggingu verksmiðjunnar og nutu þar leiðsagnar og skýringa starfs- manna um framkvæmdirnar og fyrirhug- aða vinnslu. Síðan var ekið til Bændahall- arinnar og gengið í fundarsal. Var þá haldið áfram umræðum um til- lögu verðlagsnefndar. Hermóður Guðmundsson þakkaði Sveini á Egilsstöðum áhuga hans á markaðsmál- um og ræddi sölumál landbúnaðarins. Stefán Valgeirsson taldi alltaf hægt að gera betur en áður í markaðsleitarmálum eins og í öðrum efnum. Enn tóku til máls Sigurður Jónsson, Ingi Tryggvason og Vilhjálmur Hjálmarsson, sem gerði nánari grein fyrir breytingar- tillögu sinni. Hann vitnaði einnig til þess- ara orða í skýrslu formanns fyrr á fundin- um: „Ráðgert er að hefja markaðskynn- ingu í Bandaríkjunum á komandi hausti, ef kjötframleiðslan í haust gefur tilefni til meiri útflutnings næsta verðlagsár. Síðan gerði Sveinn Jónsson nokkrar athugasemd- ir við breytingatillögu Vilhjálms Hjálm- arssonar. Þá var gengið til atkvæða. Borin var upp breytingartillaga Vilhjálms Hjálmarssonar og var hún samþykkt með 29 atkvæðum gegn 2. Þá var lögð fram önnur tillaga verðlags- nefndar, og gerði Sigurður Jónsson grein fyrir henni. „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 10.—11. júlí 1972 skorar á Framleiðsluráð landbúnaðarins, að það taki upp nú þegar í verðlagningu til bænda flokkun á hvítum gærum, eftir því hversu mikið ber á hvítum og gulum illhærum í þeim. Nauðsyn- legt er að um verulegan verðmismun verði að ræða milli gæðaflokka." Ingimundur Ásgeirsson varaði við að leggja svo mikið kapp á að fá hvítar og fallegar gærur að aðrir eiginleikar fjár- stofna spilltust. 390 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.