Freyr - 01.10.1972, Side 10
asta Alþingis varðandi landbúnað og nýj-
um lagaákvæðum, svo sem um innflutning
búfjár og einangrunarstöð holdanauta,
jarðeignasjóð og auknum framlögum til
hans, breytingum á lögum um lífeyrissjóð
bænda, nýjum jarðræktarlögum með ný-
mælum um hagarækt og girðingar um haga
og aukinn styrk við félagsræktun, og enn-
fremur lög um aukna aðstoð við námsfólk
úr dreifbýli.
Þá ræddi hann um Framleiðnisjóð og
framlög til hans með tilliti til uppbygg-
ingar vinnslustöðva og ennfremur um stór-
aukin framlög til uppbyggingar bænda-
skólans á Hvanneyri. Hann taldi lög um
tekjustofna sveitarfélaga hagkvæm fyrir
sveitahreppa vegna niðurfellingar framlaga
til almannatrygginga og sjúkrasamlaga.
Síðan vék ráðherrann að frumvörpum,
sem verið hefðu í undirbúningi, svo sem
frumvarpi til jarðalaga, um orlof bænda og
endurskoðun búfjárræktarlaga. Hann
ræddi landgræðslumál, nýtingu landsins og
varðveizlu og mikinn og almennan áhuga
á þeim efnum, m. a. með því markmiði að
gera verulegt átak á því sviði í tilefni af
1100 ára byggð í landinu. Minntist hann
þess, að Flugfélag íslands hefði ákveðið að
afhenda landgræðslunni flugvél til áburð-
ardreifingar.
Þá fjallaði ráðherrann um frumvarp það
um Framleiðsluráð, sem lá fyrir síðasta
Alþingi og skiptar skoðanir, sem urðu um
einstök atriði frumvarpsins. Ræddi hann
nokkuð um kjarnfóðurgjaldið, sem ákvæði
eru um í frumvarpinu, og áleit það atriði
hættulaust fyrir bændastéttina og benti á
að þarna væri ekki um beina skattlagningu
að ræða heldur væri verið að velja leið til
að tryggja afkomu bændastéttarinnar að
nokkru leyti með uppbyggingu vinnslu-
stöðva en að öðru leyti til að styrkja þau
byggðarlög, sem erfiðast ættu. En það kvað
hann grundvallaratriði að tekjur bænda
yrðu í samræmi við laun viðmiðunarstétt-
anna og að föst ákvæði um það væri í
lögum.
Þá kom ráðherrann að hækkuðum lánum
til landbúnaðarins og lýsti síðan þeirri
skoðun sinni, að bændur hefðu haldið í við
aðrar stéttir um hækkun tekna á síðustu
misserum.
Því næst ræddi ráðherrann fyrirhugaða
verðstöðvun ríkisstjórnarinnar. Kvað hann
áætlaðar kjarabætur hafa náðst að veru-
legu leyti og væri nú nauðsynlegt að þær
héldust, en týndust ekki í verðbólgu. Ríkis-
stjórnin stefndi nú að því að fá svigrúm
til að finna heppilegustu leiðir í efnahags-
málum, þannig að verðlagi yrði haldið í
skefjum, án þess að jöfnuður raskist. Hann
kvað ríkisstjórnina hafa afhent formanni
Stéttarsambandsins tillögur sínar um mál-
efni bændastéttarinnar við verðstöðvunina
í því skyni, að þær yrðu ræddar hér á
fundinum sem trúnaðarmál. Hann gat þess,
að fjármagn til aukinnar niðurgreiðslu
yrði fengið með niðurskurði á fjárlögum,
einkum verklegum framkvæmdum. Sagði
hann það trú sína, að samstæða næðist um
verðstöðvun og árangur yrði eftir því.
Að lokum ræddi ráðherrann um framtíð
landbúnaðarins. Kvað hann mestu varða að
vernda gæði landsins og tryggja hagkvæma
nýtingu þess. Því þyrfti umráðaréttur þess
að vera fyrst og fremst hjá þeim, sem
stunda landbúnað. Menntun bænda þyrfti
að verða betri en verið hefur og horfið frá
því að menn gætu orðið bændur án allrar
menntunar. Fjármagn í landbúnaði þarf að
nýta sem bezt með góðu skipulagi og auk-
inni festu í uppbyggingu og framkvæmd-
um.
Ráðherrann kvað góða og hamingjusama
bændastétt byggjast á jafnri og réttlátri
tekjuskiptingu í þjóðfélaginu. Síðan lýsti
hann trausti sínu á Stéttarsambandi bænda
og vænti þess að frá því kæmu beztu til-
lögur til hagsbóta landbúnaðinum.
Fundarstjóri þakkaði ræðu ráðherrans.
4. Skýrsla erindreka.
Árni Jónasson, erindreki gerði grein fyrir
nokkrum málum, sem hann hafði sérstak-
384
F R E Y R