Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1972, Síða 6

Freyr - 01.10.1972, Síða 6
AÐALFUNDUR Árið 1972 var aðalfundur Stéttarsam- bands bænda haldinn í Bændahöllinni í Reykjavík. Hófst hann mánudaginn 10. júlí kl. 9.10. Formaður sambandsins, Gunnar Guð- bjartsson, setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Minntist hann tveggja manna, er nýlega höfðu látizt og báðir höfðu setið á stéttasambandsfundum. Þeir voru: Þórir Steinþórsson, fyrrverandi skóla- stjóri í Reykholti, en hann sat stéttarsam- bandsfundi 1957—1962. Páll Diðriksson, bóndi á Búrfelli, en hann var fulltrúi á stéttarsambandsfundum frá árinu 1957 til dauðadags. Hann var einnig í stjórn stéttarsambandsins frá árinu 1963. Formaður gerði nokkra grein fyrir ævi- störfum þessara manna, en síðan risu fund- armenn úr sætum til að votta minningu þeirra virðingu sína. Formaður nefndi til fundarstjóra Bjarna Halldórsson. Tók hann þá við fundarstjórn og tilnefndi aðstoðarfundarstjóra Ólaf Andrésson, en fundarritara Guðmund Inga Kristjánsson og Þorstein Jóhannsson. í kjörbréfanefnd voru skipaðir: Sigurður J. Líndal, Sigsteinn Pálsson og Hermann Guðmundsson á Blesastöðum. Var þá gert fundarhlé, meðan nefndin starfaði, en síðan gerði Sigurður J. Líndal grein fyrir áliti hennar og lagði fram þessa fulltrúaskrá: 380 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.