Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1972, Blaðsíða 42

Freyr - 01.10.1972, Blaðsíða 42
iOTR KRISTOFEE VISTED — HILMAR STIGUM: VÁR GAMLE BONDEKULTUR sem á íslenzku gæti heitið: GAMLA SVEITAMENNINGIN, kom út á Cappelens forlag í Noregi í þriðju útgáfu í fyrra. Menningarrit þetta er að efni og frágangi öllum hreinasta fyrirmynd, og má vissulega verða eins þegar saga íslenzkrar hændamenningar verður samstæð skráð á líkan hátt og hér um ræðir. Að sjálfsögðu prýða um 500 litmyndir og svart- hvítar myndir útgáfu þessa stórlega, en efni allt er ekki bara forvitnilegt heldur og stór-fróðlegt og víða hrífandi, ekki sízt vegna þess skyldleika, sem íslendingurinn finnur í fjölda þeirra atriða, sem þar er frá greint. Að ekki sé um rætt þann fjölda fornra nafna, sem samstofna eru okkar tungu, sum í fullu gildi enn í dag, önnur fágæt orðin með okkar þjóð eða alveg týnd og þá einmitt þessvegna svo mikils virði fyrir okkur vegna frændsemi og uppruna, því að þar komumst við í jarðveg þann, sem tunga okkar á flestar rætur. Ritverk þetta er í tveim bindum og hefur í þessari útgáfu aukizt með hinum nýju myndum, sem því hafa verið gerðar, langtum fullkomnari sumar en aðstaða var til að gera í eldri útgáfum, en mynd- irnar einar eru ærið efni til að túlka menningar- arfinn, því að þeim fylgir sjálfstæður texti, sem Framh. af hls. 413. af þurrheyi hafi verið um 50 F.E., í úthey- inu um 40 F.E. og í hverjum rúmmetra votheys að meðaltali um 100 F.E. er ekki langt frá lagi að heildarniðurstaðan hafi numið um 170 milljónum fóðureininga árið 1971, en aðeins um 115 milljónir árið 1970. Það segir sitt um hvað árferðismunur hefur að þýða í búskap bændanna. Tölurnar sýna einnig, að uppskera kart- aflna hafi verið tvisvar sinnum meiri 1971 en árið áður og rófnauppskeran einnig nærri tvöföld. Að öðru leyti skal taflan öll ekki skýrð, hún tjáir mismuninn í hinum einstöku sýslum og svo á landinu öllu. gerir grein fyrir fjölda atriða, stundum langt út yfir það, sem hver mynd sýnir. I*ar að auki er svo meginmálið sem sjálfstæð heild. Fyrra bindið greinir þessi atriði: Bóndinn og ættin — Hús og tún — Búskapur fyrr og nú — Akuryrkjan fyrrum — Selstöður og fóðuröflun — Bónorð og brúðkaup — Andlát og greftrun. f síðara bindi eru atriðin: Flatbrauð og bakstur — Matur og máltíðir — Félagsföng og veizlur — Drykkjubúnaður og drykkjuföng — Hátíðir ársins — Tímatal og prímstafur — Klæðnaður — Þjóðtrú — Ljóðagerð — Ævintýrasagnir. í orðsins fyllsta skilningi verður sagt um ritverk þetta, að það greinir frá lífi og störfum, háttum og siðum forfeðranna í hversdags önn og á hátíða- stundum. Við lestur ritverksins getur ekki hjá því farið, að íslendingur geri samanburð á því sem hann hefur þekkt og honum verið tjáð af innlendum vettvangi og hinu, sem í Noregi hefur talizt til stað- reynda um liðnar aldir. Við þann samanburð er auðvitað sitthvað á annan veg þar en hér, en ótrú- Iega margt í fari fólksins, háttum, siðum og venj- um, er svo líkt eða alveg hliðstætt, að í þeim efnum styrkjast þau tengzl, sem við erum svo náið bundin þessum frændum okkar hinumegin við hafið og hljótum að finna glöggt þann mikla skyldleika, sem í menningarstraumum og andlegri arfleifð hefur fallið í sama eða álíka farveg. Hér er ekki rúm til að draga fram dæmi um þetta, en ekki er þó óviðeigandi að nefna, að þar hafa Iausnarsteinar verið notaðir eins og hér til þess að létta fæðingu nýrra borgara. Þar stóðu brúðkaupsveizlur marga daga, rétt eins og hér fyrrum. Heimavinna kvenna við sauma, tóvinnu og aðra heimilissýslan, er svo náskyld okkar störfum á sömu sviðum, að ekki verður í milli séð hvort munur er á, enda samskonar tæki og tækni notað bæði þar og hér. Myndirnar túlka þessi störf og árangur þeirra eins og miklu víðar í umræddum þáttum. Handbragð heimilisiðnaðar karlmanna ber vott um álíka árangur af störfum oddhagra manna og við þekkjum, þar sem rúm og rúmf jalir og sitthvað annað er sýnt í ágætum myndum, en byggingar og skraut þeirra í Noregi er auðvitað frábrugðið okkar, það er hinn ríkulegi aðgangur að timbri hjá frænd- um okkar, sem þar ræður frá upphafi allt og til þessa dags. Fróðlegt verk og fýsilegt til þess að efla útsýn yfir menningu genginna kynslóða, sem við höfum í ýmsu erft og annað tileinkað okkur á annan veg. Bóksala Búnaðarfélags íslands hefur talið eðlilegt að hafa ritverk þetta á boðstólum, þess vegna hafa fáein eintök þess verið fengin. Það er í tveim bindum, yfir 900 bls. samtals í góðu bandi og gyllt á kili. 416 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.