Freyr - 01.10.1972, Side 37
STEFÁN AÐALSTEINSSON:
Athugasemd
um einkunnagjöí
fyrir afurðasemi áa
í 13.—14. tbl. Freys, 1972 er grein eftir
Svein Hallgrímsson undir heitinu: „Ein-
kunn áa fyrir afurðir“, þar sem lýst er
einkunnagjöf fyrir afurðir áa í sauðfjár-
ræktarfélögunum.
í 1. hefti 3. árgangs íslenzkra landbún-
aðarrannsókna (1971) er grein eftir Halldór
Pálsson og Stefán Sch. Thorsteinsson undir
heitinu: „Samanburður á afurðagetu fjár-
stofna á fjárrœktarbúinu á Hesti“, þar sem
lýst er einkunnagjöf fyrir afurðir áa á
Hesti.
í báðum þessum greinum hefur höfund-
um láðst að geta þess í heimildaskrá, hvað-
an formúlan, sem notuð er við einkunna-
gjöfina, er komin.
Einkunnakerfi það, sem ofannefndir að-
ilar nota, byggði ég upp á árunum 1958—-
1960, en á því hef ég gert nokkrar um-
bætur síðar. Ég gaf fyrst skriflega lýsingu
á beitingu þessa kerfis á handskrifuðum
blöðum, dagsettum 23. marz 1964, sem ég
lét nokkrum áhugasömum héraðsráðunaut-
um í té ljósrit af.
í erindi, sem ég hélt á NJF-fundi í
Reykjavík 3.—8. ágúst 1966, gaf ég ítarlega,
fjölritaða lýsingu á formúlum kerfisins og
fyrstu stuðlum, sem ég hafði notað við
beitingu þess.
í grein í 1. hefti 3. árgangs íslenzkra
landbúnaðarrannsókna (1971) undir heit-
inu: „Kynbótaeinkunn áa“, lýsi ég þessu
kerfi í fyrsta sinn í heild á prenti.
Formúla sú, sem þeir Sveinn Hallgríms-
son annarsvegar og Halldór Pálsson og
Stefán Sch. Thorsteinsson hins vegar nota
við breytingu á fallþunga í einkunn, er
greinilega formúla sú, sem ég hef notað frá
byrjun.
Það er sú formúla, sem er uppistaða
sjálfs kerfisins.
í orðum er hægt að lýsa formúlunni á
eftirfarandi hátt:
Þegar búið er að finna kg kjöts eftir á
og tekið hefur verið tilhlýðilegt tillit til
burðardags ánna, er þeim skipt í 5 hópa
og fundinn meðalfallþungi eftir á í hverj-
um ærhóp. (Sveinn Hallgrímsson notar
aðeins 2 hópa, þ. e. einlembur og tvílemb-
ur). Að því búnu er fundið, hve mörgum
kg kjöts hver ær er yfir eða undir þeim
ærhóp, sem hún á heima í. Þetta getum
við kallað yfirburði ærinnar. Þeir geta
(llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllligUIHI
Hækkanir síðan á hausti 1971:
21% frá 1/3 1972 ........................................... — 97.692,00
kr. 562.893,00
8,92% á það frá 1/6 1972 ................................... — 50.210,00
kr. 613.103,00
Frá 1/9 hækkun á það sem svarar vísitöluhækkun úr 109,29
í 117,00 (þ. e. 7,0546%) ................................... — 43.252,00
------------- 656.355,00
Gjöld alls kr. 1..098.453,00
Hækkun gjaldaliða frá haustgrundvelli 1971 24,55980%.
F R E Y R
411