Freyr - 01.10.1972, Page 46
M°L AR
Kýrin
sem gefur af sér 4000 kg af 4% feitri mjólk um
árið, og vegur um 400—450 kg lifandi þunga, þarf
fóður sem nemur á ári: 1.600 F.E. til framleiðsl-
unnar og um 12—1300 F.E. til viðhaMs og fóstur-
myndunar, og segjum svo að hún eyði 100 fóður-
einingum tl þess að rása og ráfa um graslendin að
sumrinu. Samanlagt fóður heimar verður þá 3000
F.E. Af þessu má gera ráð fyrir að fjórði partur
sé kraftfóður, eða 750 F.E. Þá eru 75% af því hey
og gras, nokkuð, sem ekki verður notað til mann-
eldis.
IVSASSEY FERGUSON -
Massey Ferguson er fyrir löngu orðin ímynd
hinnar sígildu dráttarvélar meðal þeirra sem
til þekkja, hér á landi sem erlendis.
Nú er liðið á þriðja áratug síðan MF vél-
arnar náðu því að verða vinsælustu dráttar-
vélar á íslandi. Þær vinsældir hafa þó aldrei
grundvailast á því að MF vélar væru þær
ódýrustu sem fáanlegar væru á markaðnum.
Orsökin er einfaldlega sú, að viðskiptavin-
irnir álíta beztu kaupin vera í Massey Fergu-
son, þótt ódýrari vélar bjóðist. Aðrar tegundir
hafa komið fram og horfið af markaðnum,
enn aðrar selst að takmörkuðu leyti og með
því að bjóða lægsta verð má ná sölu, a. m.k.
í nokkur ár. Vörugæði reynast þó alltaf
tryggust til vinsælda þegar til lengdar lætur.
Það er engin tilviljun, að fieiri MF vélar
eru í notkun en af nokkurri annari gerð.
íslenzkir bændur vita vel, hvaða dráttarvél
þeir mega bezt treysta.
Massey Ferguson dráttarvél verður heldur
ekki úrelt. Þær eldri eru enn í fullu gildi,
hafi viðhaldsins verið gætt. Tæknileg full-
komnun MF vélanna var slík þegar í upp-
hafi, að þær reynast sígildar í notkun.
Hönnuðir Iandbúnaðartækja um allan heim
hljóta ætíð að miða við það, að tækin henti
til notkunar með Massey Ferguson vélum.
Þær eru einfaldlega það margar og það víða
í heiminum að annað væri ekkert vit. Það
er ein trygging sem eigandi MF vélar fær
við kaup hennar.
En kaupunum fylgja margir aðrir kostir.
Perkins dieselvélin er einn kosturinn. Orku
hennar og gangöryggi þekkja bændur.
Lipurð í akstri og Iétt bygging dráttar-
vélarinnar eru líka kostir sem koma sér vel.
Vökvastýribúnaður MF vélanna kemur í veg
fyrir óþarfa þreytu. Jafnvei þótt unnið sé
hin sígilda dráttapvél
heilan dag í samantekt á heyi og dráttar-
vélin sé á sífelldum þeytingi til og frá um
völlinn, þarf ekillinn ekki að kvíða strengjum
næsta morgun. Þótt ótrúlegt sé, er hægt að
snúa stýri frá borði í borð með einum fingri,
á vélinni kyrrstæðri, sé hún búin vökvastýri.
Aflminna fólk nær einnig betra valdi á vél-
inni og af því leiðir meira öryggi í akstrin-
um. Vökvastýri má þess vegna heita sjálf-
sagður búnaður, a. m. k. vilja þeir ekki án
hans vera sem kynnst hafa.
Létt bygging MF vélanna er ekki sízti
kostur þeirra, því mikils vert er að jarðvegur
þjappist sem minnst, þar sem um er farið.
Dráttarhæfni vélanna skerðist hins vegar
ekki. Nauðsynleg þyngd til dráttar fæst ein-
faldlega með tilflutningi á þunga hlassins
yfir þrítengibeizli vélarinnar eða dráttarkrók.
Mikil þyngd dráttarvélarinnar sjálfrar er því
ókostur sem hönnuðir Massey Ferguson hafa
lagt áherzlu á að útiloka.
Hið víðtæka þjónustukerfi MF á íslandi
er einn kostur sem fylgir kaupum vélanna.
Kaupfélögin um land allt veita eigendunum
þjónustu og auka með því eignargildi MF
vélanna. Allt þetta hefur stuðlað að því að
Massey Ferguson dráttarvélin hefur áunnið
sér sína heiðursnafnbót í hugum þeirra sem
bezt þekkja hana: „Hin sígilda dráttarvél“.
Vert er að veita því athygli, að þeir bændur,
sem sækja ætla um lán til stofnlánadeildar-
innar vegna dráttarvélakaupa á næsta ári
verða að hafa komið umsókn sinni á framfæri
nú fyrir áramót. Þeir sem þess óska, geta
fengið aðstoð við frágang umsóknarinnar hjá
aðalumboði Massey Ferguson vélanna á ís-
landi, Dráttarvélum hf. að Suðurlandsbraut
32 í Reykjavík. Síminn er 86500.
420
F R E Y R