Freyr - 15.07.1973, Qupperneq 11
sem ein af 22 faggreinum, er hafa hlið-
stæðan menntaveg, en í feril hans er ofið
sterkt ívaf stærðfræði og svo tungu þjóð-
arinnar.
Inn í námið er fléttað verklegum grein-
um svo sem vélfræði, meðferð véla og
verkfæra og viðhaldi þeirra og nýtingu.
Námstíminn er sniðinn eins og gerist í
venjulegum menntaskólum, þ. e. frá miðj-
um ágúst, og lok námsársins er um miðj-
an júní, en ekki frá nóvember til maí eins
og fyrr gerðist. Hér og þar er nokkur vandi
á ferðum fyrst í stað, einkum á verklegu
sviðinum og svo kjósa sumir nemendur
frekar að nema þá stærðfræði, er snertir
atvinnuna, en algebru og aðra stærðfræði.
Framtíðin
Með breyttum búnaðarháttum í nútíð og
framtíð getur það ekki orkað tvímælis, að
menntunin verður að vera samræmd kröf-
um tímans en ekki í fortíðar sniðum. Með
tilliti til þess er og verður leitast við að fá
bændur almennt á bylgjulengd við breytta
háttu á þessum sviðum. Þessvegna hefur
verið kjörin samvinnunefnd frá félagssam-
tökum bænda, sem er og verður með í
ráðum og fylgist með hvað gerist og
hvernig hið nýja kerfi verkar. Að baki
nefndarinnar standa: félög landbúnaðar-
og skógarstarfsmanna, félag atvinnurek-
enda, skógareigenda og bænda, og sam-
bandsfélög búnaðarfélagsskaparins. Frá
umræddri samvinnunefnd er og verður
eftirlit haft með því, að búnaður allur, þar
sem verkleg menntun fer fram, sé í sam-
ræmi við tákn tímans og að hver skóli
uppfylli þær kröfur, sem til hans eru gerð-
ar, svo að hann sé og verði viðurkenndur
sem liður í tilskildu menntaskólaþrepi.
Á teikningu þeirri. er fylgir hérmeð, er
auðsætt hvernig námskerfið er byggt hjá
Svíum. Við hlið hins venjulega mennta-
skóla og háskóla er náni, sem að meiri
hluta geta verið og eru verklegar greinar,
er ná yfir jafnlangt menntaskeið og önnur
háskólamenntun, en námsleiðin rennur í
vissa farvegu með tilliti til faggreina í
hlutverkum framtíðarinnar í ævistarfi.
Við eigum tvo bændaskóla og það er nóg.
Viðbótarmenntun í þágu bændastéttarinn'ar
er viðeigandi með nýju sniði, sem valgrein í
menntaskólum á Islandi.
F R E Y R
341