Freyr - 15.07.1973, Síða 24
+
/
%agnar Asgeirsson
6.11. 1895 — 1.1. 1973.
Ragnar Ásgeirsson var fæddur að Kóra-
nesi á Mýrum 6. nóvember 1895, sonur
hjónanna Jensínu Bjargar Matthíasdóttur,
frá Holti við Skólavörðustíg í Reykjavík,
og Ásgeirs Eyþórssonar, verzlunarstjóra og
bónda í Kóranesi.
Að Ragnari stóð atgjörvisfólk, sem
margt setti mikinn svip á sína samtíð, þótt
sumir forfeður hans væru nokkuð um-
deildir og bindu ei bagga sína sömu hnút-
um og samferðamenn.
Ragnar ólst upp á heimili foreldra sinna,
fyrst vestur á Mýrum og síðan í Reykja-
vík, en þangað flutti fjölskylda hans alda-
mótaárið.
Árið 1909 fór hann til Danmerkur til
náms í garðyrkju og dvaldist þar í landi
um langa hríð. Árið 1914 hóf hann nám
við garðyrkjuskólann Vilvorde í Charlott-
enlund, skammt fyrir norðan Kaupmanna-
höfn.
Að loknu tveggja ára námi gerðist Ragn-
ar kennari við skólann, en árin 1918—1920
starfaði hann sem garðyrkjumaður í Dan-
mörku. Árið 1921 réðzt hann til Búnaðar-
félags íslands sem garðyrkjuráðunautur og
forstöðumaður gróðrarstöðvar Búnaðarfé-
lagsins, sem þá var hér í Reykjavík, við
sunnanverðan Laufásveg, en árið 1932 var
gróðrarstöðin flutt að Laugarvatni, þar
sem hún var starfrækt sem slík til ársins
1940. Meðan gróðrarstöðin var á Laugar-
vatni kenndi Ragnar jafnframt við héraðs-
skólann þar.
Ragnar hélt áfram að starfa sem garð-
yrkjuráðunautur Búnaðarfélags íslands
fram á mitt ár 1957, en eftir að hann hætti
þeim starfa var hann byggðasafnaráðu-
nautur allt til ársloka 1971 er hann lét af
störfum hjá Búnaðarfélagi íslands og
hafði þá verið í þjónustu félagsins í 51 ár,
eða mun lengur en nokkur annar.
Skrifari Búnaðarþings var Ragnar frá
árinu 1935 og gegndi hann þeim starfa
þangað til hann hætti störfum hjá Búnað-
arfélaginu.
Meðan Ragnar hafði stjórn gróðrarstöðv-
arinnar á hendi, voru gerðar þar margvís-
legar tilraunir og ræktunarnýjungar og
haldin fjölsótt garðyrkjunámskeið, sem
efldu mjög útbreiðslu garðyrkju- og verk-
menningar á því sviði.
Fundamaður þótti Ragnar mjög
skemmtilegur og átti auðvelt með að setja
svo fram mál sitt, að öllum væri auðskilið.
354
F R E Y R