Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1978, Síða 6

Freyr - 15.07.1978, Síða 6
Framlag orlofssjóðs til bænda er hugað þannig, að það nægi til að greiða fyrir vinnuaðstoð á meðan þeir eru í sumarfríi. Allir bændur, sem búa á stærri jörð en 1 ha eiga rétt á þessum styrk. Hafi þeir meira en 80% tekna sinna af þúskap, er styrkurinn óskertur, en fer hlutfallslega lækkandi hjá þeim, sem hafa meira en 20% teknanna af öðru en búskap, niður að því marki, að minnst 23,3% af heildartekjunum séu frá landbúnaði. Hámarksstyrkur er miðað við 18 daga hjá bændum, sem ekki eru með búfé, en 21 dag hjá búfjárbændum. í ár eru greiðslur úr orlofssjóði 180 N.kr. á dag (ca 8.600 ísl.kr.). Það eina skilyrði er sett fyrir styrkveitingu, að bóndinn hafi það vottað af viðkomandi ,,búnaðarnefnd“ að hann hafi tekið sér frí frá störfum og er það hans mál hvernig hann er leystur af. Til dæmis geta börn, maki eða nágrannar séð um búskap- inn á meðan. Þriðja atriðið, frídagar búfjárframleið- enda, er það nýjasta í þessum málum og var því komið á fyrir tveimur árum, einnig í tengslum við kjarasamninga bænda. Þar liggur að baki sama hugsun og að orlofsfyrirkomulaginu. Búfjárbændur fá endurgreidd laun þeirra manna, sem leysa þá af í þessum fríum, en aðeins samkvæmt staðfestum launareikningi. Hámarksgreiðsla er miðuð við 6000 N.kr. á hvert ,,ársverk“ eða 250 N.kr. á dag, og getur því hámark frídaga orðið 24. Með ársverki er átt við þann fjölda bú- fjár, sem ætla má að einn maður geti fram- fleytt við venjulegar aðstæður. Þetta er mis- munandi eftir landshlutum og er t.d. talið ársverk að framfleyta 5 kúm í hinum erfiðari héruðum en 8—10 í hinum bestu. Fyrirkomulag afleysinganna er mismun- andi. Víða hafa bændur bundist samtökum um að ráða menn til að leysa sig af (av- löserringer). í öðrum tilfellum skiptast ná- grannar á um að leysa hvern annan af og heimilt er að einhver úr fjölskyldunni taki það að sér. Þessi þjónusta er, sem fyrr segir, greidd af ríkinu og voru til þess ætlaðar 270 mill- jónir Nkr. á fjárlögum ársins 1977, en það var sama upphæð og greidd var fyrsta heila árið, sem þetta var í gildi. Fjórða atriðið, sem norska Stéttarsam- bandið vinnur nú að, er bætt læknisþjón- usta og heilsugæsla fyrir bændur bæði í sambandi við atvinnusjúkdóma og marg- víslega slysahættu, sem störfum við land- búnaðinn fylgja. Þegar litið er til Norðmanna í þessum efnum, hlýtur okkur að finnast til um, að enn hefur ekkert verið aðhafst hér í þessa átt. Um þetta hefur verið rætt, en fram- kvæmdir engar orðið. Árið 1972 var gert uppkast að lagafrumvarpi um orlofsfyrir- komulag, en það hlaut ekki byr. Búnaðar- þing hefur oft ályktað um þetta og sett nefnd til að gera tillögur um forfalla- og afleysingaþjónustu, en álit hennar mun liggja ónotað í skúffum. Vonandi fer þó að rætast úr og er þess að vænta, að nefnd sú, sem landbúnaðar- ráðherra skipaði nýlega til að gera tillögur í þessum málum finni á þeim heppilegar lausnir og að athafnir fylgi orðum. Til áskriíenda Þeir áskrifendur, sem greiða áskriftargjaldið með gírógreiðslu og hafa fengið heimsenda gíróseðla, eru minntir á að greiða gjaldið sem allra fyrst, en gjalddagi var 1. júní sl. Búnaðarblaðið Freyr 464 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.