Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1978, Síða 7

Freyr - 15.07.1978, Síða 7
Ilm votheysgerð í flatgryfjum Nokkur orð um reynslu bænda, fræðin og fleira Bjarni Guðmundsson, kennari, Hvanneyri • Þessi árin mun ein öld vera liðin frá því, að vothey var fyrst verkað hér á landi. Þrátt fyrir það hefur votheysverkun ekki náð almennri hylli, ef frá eru taldar nokkrar sveitir á Vestfjörðum. Það er ríkt í okkur íslendingum að halda til sögunnar og minnast ýmissa afmæla, eins og 250 ára ártíðar Hallgríms Péturssonar, afnáms verslunareinokunar og fimm tuga afmælis Huppu frá Kluftum, svo dæmi séu tekin. • Aldarafmæli votheysgerðar á íslandi er engu ómerkara til uppáhalds en hvað annað. Þetta virðast bændur ætla að gera hljóðlega með því að auka votheysgerð. Tölur benda til, að allmikil aukning hafi orðið á byggingu votheysgeymslna, einkum á liðnu ári. Lætur nærri, að ÞRIÐJUNGUR ÞESS FÓÐURRÝMIS, SEM ÞÁ VAR BYGGT, MUNI ÆTLAÐUR VOTHEYI. Lang- mestur hluti votheysgeymslanna, sem byggðar voru, telst til svonefndra flatgryfja. Flatgryfjur bjóða upp á góða vinnuaðstöðu við flutninga fóðursins, en skortur á henni hefur oft verið talinn veigamikil ástæða fyrir lítilli út- breiðslu votheysverkunar hér á landi. © Bútæknideild Rala og Bændaskólinn á Hvanneyri hafa undanfarin ár fylgst nokkuð með árangri votheysverkunar, bæði í flatgryfjum og öðrum geymslugerðum. Athuganirnar hafa verið gerðar í Borgarfirði, Strandasýslu, Húnavatnssýslum og víðar. Tilgangur þeirra hefur verið að afla upplýsinga um árangur verkunarinnar hjá bændum, m.a. í því skyni að geta ráðið þeim heilt, sem hyggjast hefja votheysgerð eða telja sig þurfa að bæta verkun votheysins. • Athuganir á votheysverkun í flatgryfjum hófust árið 1970. Hér á eftir langar mig til þess að segja ykkur frá örfáum niðurstöðum votheysathugana okkar Hvanneyringa. Ef til vill kann einhver að hafa af því nokkur not. F R E Y R 465

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.