Freyr

Årgang

Freyr - 15.07.1978, Side 9

Freyr - 15.07.1978, Side 9
3. mynd A: Eitt dæmi um ófarir við verkun votheys, ef ekki heppnast að þyrgja súrefnið úti. ADSTREYMÍ LOFTS fsúrefniái ► TAP FÓÐUREFNA (25-60%) RÝRNUN FÓDURGÍLDÍS sláttuvél. Tætta heyið jafnast betur og fellur þéttar saman en það heila = auð- veldara að útiloka loftið. • Þeim mun skemmri tíma sem fylling geymslunnar tók, þeim mun þetur reynd- ist heyið verkað. Sem sagt, hrein „sultu- gerðaráhrif". Þeim mun skjótari sem við erum að fylla ílátið og loka því (loftþétt), þeim mun minni skömm nær súrefnið að gera. • Blautt fóður verkaðist oft illa. í blautu fóðri geta óæskilegir gerlar, t.d. smjör- sýrugerlar, náð undirtökum, m.a. vegna þess að mjólkursýrugerlarnir ná ekki að sýra fóðrið nógu mikið (sjá mynd 3 B og 4). Sé fóðrið þurrlegt, truflum við starf smjörsýrugerlanna, og mjólkursýrugerl- arnir þurfa ekki að mynda eins mikinn súr í fóðrinu til þess, að góð verkun sé tryggð. Hvað er til úrbóta? Leiki grunur á, að ekki sé ailt með felldu um verkun votheysins, má athuga ýmsar leiðir til úrbóta, allt eftir aðstæðum á hverj- um stað. Hér verða nefndar nokkrar, sem augun hafa einkum staðnæmst við í fyrr- nefndum athugunum: 1. Meiri natni við hirðingu og frágang. Höndum má ekki kasta til votheysgerðar- innar (frekar en annarar heyverkunar). — Það fáum við bara í hausinn aftur um veturinn með margföldum þunga. Látum regluna um súrefnið burt ekki líða úr minni. 2. Meiri afköst við hirðingu. Víða eru flatgryfjur það stórar í hlutfalli við afkastagetu við slátt og hirðingu, að fylling tekur óeðlilega langan tíma. Nokkra bót má á þessu ráða með því að hirða heyið í vel hallandi lög (sjá 5. mynd). Með því móti minnkum við hey- yfirborðið, sem súrefnið nær að leika um. 3. mynd B: Myndin sýnir niðurstöður mælinga á fóðurtapi við verkun í nokkrum votheysgeymslum (turnar og flatgryfjur). Verkunin fylgdi aö mestu ferl- inum, sem lýst er á mynd 3 A. Við sjáum nauösyn þess a5 halda hitanum við verkun (=z aðstreymi súrefnis) niðri og að hirða heyið ekki of blautt. Dæmi: Heyið hirt með 18% þurrefni og hæsti hiti 50°C — fóðurtap 48%. Heyið hirt með 25% þurrefni og hæsti hiti 30°C — fóöurtap 22%. F R E Y R 467

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.