Freyr

Årgang

Freyr - 15.07.1978, Side 18

Freyr - 15.07.1978, Side 18
í upphafi námskeiSsins var fjallað um sauð- fjárkyn, kynbætur og frjósemi. Síðan var gefið ítarlegt yfirlit um næringarþarfir og fóðrun sauðfjár, og teknir voru fyrir helstu sjúkdómar, bæði í fullorðnu fé og lömbum. Þar á meðal var fjallað um nýtingu beiti- lands og fóðurverkun, svo og ýmis sníkju- dýr, sem hrjá sauðfé. Þegar líða tók á nám- skeiðið, var rætt um vöxt og kjötgæði, en að lokum fjallað um mismunandi fram- leiðslukerfi í sauðfjárrækt, bæði með tilliti til tæknilegra og hagfræðilegra sjónarmiða. Við, sem sátum námskeiðið, töldum, að tekist hefði með ágætum að draga saman greinargott yfirlit um hina ýmsu þætti, sem teknir voru fyrir, og auk þess höfðu okkur verið kynntar athyglisverðustu nýjungar á þeim sviðum. Þess ber að geta, að þátttak- endur voru á ýmsum aldri og með mismun- andi langa starfsreynslu að baki, og var það að sjálfsögðu mjög gagnlegt að kynnast hinum fjölmörgu viðhorfum og vandamál- um, sem varða sauðfjárrækt í hinum ýmsu heimshlutum. Þótt aðstæður séu marg- breytilegar, eru áhugamálin sameiginleg og sjóndeildarhringur hvers og eins víkkar við þau persónulegu kynni, sem skapast í slík- um hópi. Að beiðni ritstjóra blaðsins ætla ég að tilgreina fáeina athyglisverða fróðleiksmola úr því umfangsmikla efni, sem fram var borið á námskeiðinu. Sumt af því gæti haft hagnýtt gildi við íslenskar aðstæður, en annað vakið lesendur til umhugsunar um sambærileg vandamál hér á landi. Snemmborin lömb á innifóðrun á búi Landbúnaðar- háskólans í Edinborg. Skoskt svarhöfðafé á búi Landbúnaðarháskólans í Edinborg. o í erindinu um innifóðrun sláturlamba kom fram, að best hefur reynst að gefa heilt korn (bygg) og væri fóðurnýting ekki betri, þegar kornið væri malað. Sömu- leiðis var talið óþarft aS mala korn (bygg, maís) í fóðurblöndur fyrir fullorðið fé. Þess var getið, að sama gilti ekki um nautgripi. ® Athygli var vakin á lélegri nýtingu pró- teins í illa verkuSu votheýi vegna áhrifa frá óæskilegri gerjun, og var fiskimjöl talið mjög góður fóðurbætir með slíku heyi. ® Fleiri en eitt erindi um nýtingu beitilands fólu í sér upplýsingar um skort á orku í láglendisgróðri seinni hluta sumars, og jafnvel þótt allhá orkugildi kæmu fram við efnagreiningar, væri nýting orkunnar 476 a a 3 u d

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.